Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Guðrún Brá verður væntanlega öflug á mótum sumarsins.fréttablaðið/gva „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira