Húsdraumar lifna við í snjallsíma 23. maí 2012 13:00 Óskar R. Harðarson í Mikluborg með snjallsímann sinn á lofti, en nú er hægt að skoða ítarlegt söluyfirlit fasteigna með myndum, leiðarlýsingum og fleiru í gegnum snjallsíma. mynd/gva Fasteignasalan Miklaborg er fyrst íslenskra fasteignasala til að bjóða fasteignaleit í snjallsíma. „Við verðum þess vör að flestir í fasteignahugleiðingum eru með hugann við íbúðaleit sína daginn út og daginn inn. Þeir keyra um hverfi og bæjarfélög til að sjá hvar þeir helst vilja búa og því sjálfsögð þjónusta okkar að auðvelda leitina með því að kynna eignir til sölu beint í snjallsíma,“ segir Óskar R. Harðarson héraðsdómslögmaður, löggiltur fasteignasali og annar eigenda Mikluborgar. „Fasteignaleit í snjallsíma hefur verið við lýði á fasteignamörkuðum erlendis um hríð en er nú kærkomin nýjung fyrir íslenska fasteignaleitendur og gerir þeim kleift að nálgast söluyfirlit fasteigna hvenær sem er og hvar sem þeir eru staddir,“ útskýrir Óskar. Hann tekur dæmi um fólk sem heillast af hverfi í Hafnarfirði þegar það er í heimsókn hjá vinafólki. „Þá getur það umsvifalaust farið í eignayfirlit Mikluborgar í snjallsíma sínum, valið staðsetninguna, séð hvort hentugar eignir séu til sölu í næsta nágrenni og fengið allar upplýsingar strax,“ segir Óskar. Hann nefnir annan sniðugan kost í fasteignaleit snjallsímans. „Í góðra vina hópi í Grímsnesinu getur kviknað löngun til að eignast eigin sumarbústað. Þá er þægilegt að geta strax flett upp sölulista yfir sumarhús í nærsveitum, fá upp stærð þeirra, verð og leiðarlýsingu. Flestir snjallsímar búa svo yfir GPS-hnitum og auðvelt að láta símann vísa veginn að eigninni sem um ræðir,“ segir Óskar. Allt viðmót er auðvelt í fasteignaleit snjallsíma. Þegar áhugaverð eign er fundin er leikur einn að skoða hana betur á korti, skoða leiðarlýsingu og allar myndir í góðri upplausn. „Flestir eru áhugasamir um að sjá hvernig umhorfs er innanhúss í eignum en finnst ekki síður mikilvægt að sjá hvernig gatan lítur út og hvernig hverfið er uppbyggt með tilliti til skóla, verslunar, þjónustu og útivistarmöguleika. Þá er hentugt að vera staddur í hverfinu sem heillar og geta strax skoðað allt með berum augum í stað þess að þurfa heim í tölvuna til að leita og láta sig dreyma.“ Til að komast í fasteignaleit Mikluborgar í snjallsíma er slegin inn vefslóðin m.miklaborg.is. „Það er gaman að prófa sig áfram og kynnast þessari nýjung, enda mikill tímasparnaður og að auki stórskemmtilegt. Þjónustan stóreykur líkur seljenda á sölu eigna og að kaupendur finni það sem þeir leita að,“ segir Óskar sem er rétt að byrja í þjónustu við viðskiptavini í gegnum snjallsíma. „Snjallsíminn á eftir að koma fasteignaleitendum í góðar þarfir og er þetta rétt byrjunin á því sem koma skal. Við munum fljótlega bæta við enn fleiri upplýsingum um eignir og staðhætti sem munu gera fasteignaleitina enn léttari, skemmtilegri og árangursríkari.“Fasteignasalan Miklaborg er í Síðumúla 13. Sími 5697000. Sjá nánar á miklaborg.is og m.miklaborg.is. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Fasteignasalan Miklaborg er fyrst íslenskra fasteignasala til að bjóða fasteignaleit í snjallsíma. „Við verðum þess vör að flestir í fasteignahugleiðingum eru með hugann við íbúðaleit sína daginn út og daginn inn. Þeir keyra um hverfi og bæjarfélög til að sjá hvar þeir helst vilja búa og því sjálfsögð þjónusta okkar að auðvelda leitina með því að kynna eignir til sölu beint í snjallsíma,“ segir Óskar R. Harðarson héraðsdómslögmaður, löggiltur fasteignasali og annar eigenda Mikluborgar. „Fasteignaleit í snjallsíma hefur verið við lýði á fasteignamörkuðum erlendis um hríð en er nú kærkomin nýjung fyrir íslenska fasteignaleitendur og gerir þeim kleift að nálgast söluyfirlit fasteigna hvenær sem er og hvar sem þeir eru staddir,“ útskýrir Óskar. Hann tekur dæmi um fólk sem heillast af hverfi í Hafnarfirði þegar það er í heimsókn hjá vinafólki. „Þá getur það umsvifalaust farið í eignayfirlit Mikluborgar í snjallsíma sínum, valið staðsetninguna, séð hvort hentugar eignir séu til sölu í næsta nágrenni og fengið allar upplýsingar strax,“ segir Óskar. Hann nefnir annan sniðugan kost í fasteignaleit snjallsímans. „Í góðra vina hópi í Grímsnesinu getur kviknað löngun til að eignast eigin sumarbústað. Þá er þægilegt að geta strax flett upp sölulista yfir sumarhús í nærsveitum, fá upp stærð þeirra, verð og leiðarlýsingu. Flestir snjallsímar búa svo yfir GPS-hnitum og auðvelt að láta símann vísa veginn að eigninni sem um ræðir,“ segir Óskar. Allt viðmót er auðvelt í fasteignaleit snjallsíma. Þegar áhugaverð eign er fundin er leikur einn að skoða hana betur á korti, skoða leiðarlýsingu og allar myndir í góðri upplausn. „Flestir eru áhugasamir um að sjá hvernig umhorfs er innanhúss í eignum en finnst ekki síður mikilvægt að sjá hvernig gatan lítur út og hvernig hverfið er uppbyggt með tilliti til skóla, verslunar, þjónustu og útivistarmöguleika. Þá er hentugt að vera staddur í hverfinu sem heillar og geta strax skoðað allt með berum augum í stað þess að þurfa heim í tölvuna til að leita og láta sig dreyma.“ Til að komast í fasteignaleit Mikluborgar í snjallsíma er slegin inn vefslóðin m.miklaborg.is. „Það er gaman að prófa sig áfram og kynnast þessari nýjung, enda mikill tímasparnaður og að auki stórskemmtilegt. Þjónustan stóreykur líkur seljenda á sölu eigna og að kaupendur finni það sem þeir leita að,“ segir Óskar sem er rétt að byrja í þjónustu við viðskiptavini í gegnum snjallsíma. „Snjallsíminn á eftir að koma fasteignaleitendum í góðar þarfir og er þetta rétt byrjunin á því sem koma skal. Við munum fljótlega bæta við enn fleiri upplýsingum um eignir og staðhætti sem munu gera fasteignaleitina enn léttari, skemmtilegri og árangursríkari.“Fasteignasalan Miklaborg er í Síðumúla 13. Sími 5697000. Sjá nánar á miklaborg.is og m.miklaborg.is.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira