Velferðarráðherra og sérgreinalæknar? Teitur Guðmundsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila. Vert er að benda á þá mismunun sem felst í því að aðrir aðilar sem eru með virka samninga taka ekki aukagjöld af sjúklingum sínum, samanber einkareknar heilsugæslur í Salahverfi, Lágmúla eða Læknavaktina svo dæmi séu tekin. En svo virðist sem slíkt gangi nær óáreitt fyrir sig í heilt ár af hálfu sérgreinalækna undir vökulu auga velferðarráðuneytisins. Komið hafa fram kvartanir vegna þess að aukinn kostnaður leggst á sjúklinga vegna viðbótargjalda og einnig hefur verið hvatt til þess að ríki og Læknafélag Reykjavíkur, sem fer með samningsumboð fyrir hönd sérfræðilækna innan Læknafélags Íslands, slíðri sverðin og komist að niðurstöðu. Formaður samninganefndar lækna sagði í fréttum að annað hvort hækkuðu menn gjöldin eða starfssemi sérfræðilækna legðist af í núverandi mynd. Daginn eftir kom fram hjá velferðarráðherra að til stæði að koma á þjónustustýringu sem ekki var tilgreint frekar í hverju fælist enda beðið niðurstöðu nefndar með tillögur þessa efnis. Þá var í upplagi sömu fréttar tilgreint að ekki stæði til að auka kostnað vegna sérfræðilækna né hækka laun þeirra á þessu ári. Mig rámar í að aðrir ráðherrar hafi lýst yfir svipuðum fyrirætlunum en án árangurs. Það er því ljóst að það stefnir í einhvers konar uppgjör milli aðila og líklegt að ríkið muni reyna að finna leiðir til þess að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem sérfræðilæknar hafa veitt án þess þó að borga meira fyrir hana. Í því felst væntanlega aukið álag á opinbera kerfið og þá sérstaklega heilsugæsluna sem hefur verið veikluð undanfarið eins og fram hefur komið vegna mönnunarvanda. Lausn vandans er ekki einföld og sérlega flókin þegar viðkvæm starfsemi sem þessi byggir á starfsmönnum ríkisins og í sama mund rekstraraðilum einkafyrirtækja með hagsmuni slíkra að leiðarljósi. Sú hótun að leggja niður starfsemi kæmi sér verulega illa fyrir utanspítalaþjónustu. Á sama tíma yrðu líklega uppsagnir á sjúkrahúsum og landflótti lækna aukinn þar sem þetta eru sömu aðilarnir og því tvöföld áhætta fyrir ríkið að taka á vandanum. Það liggur þó fyrir að sjúklingar munu ekki vilja sætta sig við að greiða hærri gjöld og ríkið verður að koma til móts við þá sem eru sjúkratryggðir og standa við loforð sín um að veita þeim bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Á sama hátt liggur fyrir að læknar sem ekki eru á samningi munu líklega ekki treysta sér til að starfa á stofu þar sem tekjuöryggið er frá þeim numið með slíkum hætti. Þeir munu því mögulega hætta, fara á samning eða reyna fyrir sér í hreinum einkarekstri. Felst lausn velferðarráðherra mögulega í því að taka áhættuna og neita greiðslum til þeirra sem eru utan samninga? Hann ræður augljóslega ekki við sérfræðilæknana síðastliðin ár frekar en Ögmundur eða Álfheiður og því sennilega affarasælast að semja og klára málið, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila. Vert er að benda á þá mismunun sem felst í því að aðrir aðilar sem eru með virka samninga taka ekki aukagjöld af sjúklingum sínum, samanber einkareknar heilsugæslur í Salahverfi, Lágmúla eða Læknavaktina svo dæmi séu tekin. En svo virðist sem slíkt gangi nær óáreitt fyrir sig í heilt ár af hálfu sérgreinalækna undir vökulu auga velferðarráðuneytisins. Komið hafa fram kvartanir vegna þess að aukinn kostnaður leggst á sjúklinga vegna viðbótargjalda og einnig hefur verið hvatt til þess að ríki og Læknafélag Reykjavíkur, sem fer með samningsumboð fyrir hönd sérfræðilækna innan Læknafélags Íslands, slíðri sverðin og komist að niðurstöðu. Formaður samninganefndar lækna sagði í fréttum að annað hvort hækkuðu menn gjöldin eða starfssemi sérfræðilækna legðist af í núverandi mynd. Daginn eftir kom fram hjá velferðarráðherra að til stæði að koma á þjónustustýringu sem ekki var tilgreint frekar í hverju fælist enda beðið niðurstöðu nefndar með tillögur þessa efnis. Þá var í upplagi sömu fréttar tilgreint að ekki stæði til að auka kostnað vegna sérfræðilækna né hækka laun þeirra á þessu ári. Mig rámar í að aðrir ráðherrar hafi lýst yfir svipuðum fyrirætlunum en án árangurs. Það er því ljóst að það stefnir í einhvers konar uppgjör milli aðila og líklegt að ríkið muni reyna að finna leiðir til þess að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem sérfræðilæknar hafa veitt án þess þó að borga meira fyrir hana. Í því felst væntanlega aukið álag á opinbera kerfið og þá sérstaklega heilsugæsluna sem hefur verið veikluð undanfarið eins og fram hefur komið vegna mönnunarvanda. Lausn vandans er ekki einföld og sérlega flókin þegar viðkvæm starfsemi sem þessi byggir á starfsmönnum ríkisins og í sama mund rekstraraðilum einkafyrirtækja með hagsmuni slíkra að leiðarljósi. Sú hótun að leggja niður starfsemi kæmi sér verulega illa fyrir utanspítalaþjónustu. Á sama tíma yrðu líklega uppsagnir á sjúkrahúsum og landflótti lækna aukinn þar sem þetta eru sömu aðilarnir og því tvöföld áhætta fyrir ríkið að taka á vandanum. Það liggur þó fyrir að sjúklingar munu ekki vilja sætta sig við að greiða hærri gjöld og ríkið verður að koma til móts við þá sem eru sjúkratryggðir og standa við loforð sín um að veita þeim bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Á sama hátt liggur fyrir að læknar sem ekki eru á samningi munu líklega ekki treysta sér til að starfa á stofu þar sem tekjuöryggið er frá þeim numið með slíkum hætti. Þeir munu því mögulega hætta, fara á samning eða reyna fyrir sér í hreinum einkarekstri. Felst lausn velferðarráðherra mögulega í því að taka áhættuna og neita greiðslum til þeirra sem eru utan samninga? Hann ræður augljóslega ekki við sérfræðilæknana síðastliðin ár frekar en Ögmundur eða Álfheiður og því sennilega affarasælast að semja og klára málið, eða hvað?
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun