Stóra förðunarmálið Erla Hlynsdóttir skrifar 12. maí 2012 08:00 Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum! Þessar fréttir dúkka alltaf upp reglulega: „Kona var ótilhöfð innan um annað fólk" og „Kona fór út úr húsi án þess að ráðfæra sig við stílista". Nýjasta „hneykslið" í bandarískum stjórnmálum er sú staðreynd að Hillary Clinton, sem var í opinberum erindagjörðum á Indlandi sem utanríkisráðherra, fór í sjónvarpsviðtöl án þess að mála sig. Þannig hljóma fyrirsagnirnar en Hillary var reyndar með varalit. Það er samt aukaatriði. Hún var ekki með meik, hún var ekki með kinnalit og hún var ekki með maskara. Hún var „au naturel", eins og sagt var í fjölmiðlum. Virtir miðlar á borð við CNN og Washington Post hafa fjallað um málið. Já, þessir miðlar fjölluðu um förðunarleysi Hillary. Hún hirti ekki einu sinni um að vera með sjónlinsur þennan dag. Hún sleppti því meira að segja að setja hárið upp. Sumum fannst Hillary þarna sýna sérstakt hugrekki. Sumum fannst hún bara líta ansi vel út. Þessir sumir litu á þetta sem yfirlýsingu um að Hillary leggi meiri áherslu á að vinna vinnuna sína en að setja á sig maskara. Aðrir (sem vinna hjá miðlum sem gefa lítið fyrir demókrata) skrifuðu fréttir um að Hillary hlyti einfaldlega að hafa gleymt að mála sig og að hún væri einstaklega þreytuleg. Eflaust myndi skapast hættuástand í íslensku samfélagi ef Jóhanna Sigurðardóttir eða Sóley Tómasdóttir myndu mæta ómálaðar í viðtal. Þegar CNN spurði Hillary um þetta mikilvæga mál, sagði hún: „Mér er svo létt að vera á þessum stað í lífinu. Ef mig langar að vera með gleraugu, þá set ég upp gleraugu. Ef mig langar að setja hárið upp, þá geri ég það. Stundum eru þetta hlutir sem ekki þarf að eyða í tíma og vinnu. Vilji aðrir hafa áhyggjur af þessu, þá ætla ég að leyfa þeim, til tilbreytingar, að hafa áhyggjur." (Auðvitað passaði ég upp á að vera máluð á myndinni sem hér fylgir.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Mér var hugföst í morgun stórfréttin af konunni sem var ómáluð á almannafæri, og skellti á mig smá maskara áður en ég fór með barnið á leikskólann. Til þess auðvitað að misbjóða ekki starfsfólki leikskólans. Og hinum foreldrunum. Og börnunum! Þessar fréttir dúkka alltaf upp reglulega: „Kona var ótilhöfð innan um annað fólk" og „Kona fór út úr húsi án þess að ráðfæra sig við stílista". Nýjasta „hneykslið" í bandarískum stjórnmálum er sú staðreynd að Hillary Clinton, sem var í opinberum erindagjörðum á Indlandi sem utanríkisráðherra, fór í sjónvarpsviðtöl án þess að mála sig. Þannig hljóma fyrirsagnirnar en Hillary var reyndar með varalit. Það er samt aukaatriði. Hún var ekki með meik, hún var ekki með kinnalit og hún var ekki með maskara. Hún var „au naturel", eins og sagt var í fjölmiðlum. Virtir miðlar á borð við CNN og Washington Post hafa fjallað um málið. Já, þessir miðlar fjölluðu um förðunarleysi Hillary. Hún hirti ekki einu sinni um að vera með sjónlinsur þennan dag. Hún sleppti því meira að segja að setja hárið upp. Sumum fannst Hillary þarna sýna sérstakt hugrekki. Sumum fannst hún bara líta ansi vel út. Þessir sumir litu á þetta sem yfirlýsingu um að Hillary leggi meiri áherslu á að vinna vinnuna sína en að setja á sig maskara. Aðrir (sem vinna hjá miðlum sem gefa lítið fyrir demókrata) skrifuðu fréttir um að Hillary hlyti einfaldlega að hafa gleymt að mála sig og að hún væri einstaklega þreytuleg. Eflaust myndi skapast hættuástand í íslensku samfélagi ef Jóhanna Sigurðardóttir eða Sóley Tómasdóttir myndu mæta ómálaðar í viðtal. Þegar CNN spurði Hillary um þetta mikilvæga mál, sagði hún: „Mér er svo létt að vera á þessum stað í lífinu. Ef mig langar að vera með gleraugu, þá set ég upp gleraugu. Ef mig langar að setja hárið upp, þá geri ég það. Stundum eru þetta hlutir sem ekki þarf að eyða í tíma og vinnu. Vilji aðrir hafa áhyggjur af þessu, þá ætla ég að leyfa þeim, til tilbreytingar, að hafa áhyggjur." (Auðvitað passaði ég upp á að vera máluð á myndinni sem hér fylgir.)