Danskan víkur 20. apríl 2012 08:00 Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss. Sumum þykir þessi þróun gera menningu okkar snauðari. Kannski er erfitt að deila á það. Þau okkar sem hafa búið í Danmörku og telja sig hafa lært dönsku sæmilega eru líkleg til að standa nostalgíumegin í þessum slag. En slagurinn tapaðist því miður fyrir löngu síðan. Að meðal-Íslendingur sé fær um að nota dönsku í samskiptum við aðra Norðurlandabúa er álíka satt og það að franskan í Eurovision opni keppnina fyrir milljónum manna. Íslenskan sem hvarfÉg las mikið af Jules Verne bókum sem krakki. Ég man að mér þótti pólski þýðandinn stundum skilja eftir meiri frönsku óþýdda en ég kærði mig um. Það var hálfpartinn gert ráð fyrir því að menntuð æska í upphafi 20. aldar kynni alla vega grunnfrasa í „heimsmálinu". Svipað gildir um aðrar evrópskar bókmenntir 19. aldar. Fullt af frönsku, sem fólk í dag skilur síður. Þannig eldist alþjóðlegasti partur ritverkanna hraðast. Líklegast mun þetta gerast aftur. Eftir 250 ár verður 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason gefin út að nýju, en búið verður að snúa ensku samtölunum yfir á íslensku, til að 23. aldar fólk geti skilið þá. Íslenska rituð af embættismönnum 18. aldar er á tíðum torskildari en talsvert eldri textar. Ástæðan er að hún þykir okkur „dönskuskotin" og danskan hefur síðan þurft að hopa úr málinu. Menn lögðu raunar á sig heilmikla vinnu við að ryðja henni á brott. Fyrir vikið eru danskan og íslenskan ólíkari en ella. Fyrir vikið eiga Íslendingar erfiðara með að læra dönsku. Og svekkja sig á því. Áhrif norrænna mála á íslenska menningu eru nú hverfandi. Andrésblöðin eru á íslensku. Enskan allsráðandi í afþreyingunni. Það þýðir lítið að berjast við þessa þróun. Og eins og það getur verið réttlætanlegt að gera ýmislegt til að viðhalda stöðu okkar eigin móðurmáls, þá er hæpið að við ættum að leggja í sambærilegar aðgerðir til að verja stöðu einhverra annarra tungumála. Eins og einhverjum tungumálafræðingum kann að þykja það leiðinlegt, þá er tími hins samnorræna málsvæðis liðinn, alla vega hvað varðar Ísland og Finnland og upplifun af veru í Danmörku er sú að notkun norrænna mála í samskiptum ungs fólks og fræðimanna er á undanhaldi. Það er auðvitað ekkert nema rökrétt. Flestir íbúar Norðurlanda eru ágætir í ensku. Þeim finnst enskan einfaldlega öruggari og hlutlausari kostur. Annað landslagÞað er líka nauðsynlegt að benda á að íslenskt samfélag hefur breyst. Mun fleiri íbúar Íslands eru fæddir í Póllandi og Litháen en á Norðurlöndunum. Það er bæði rökrétt og hagkvæmt, bæði fyrir samfélagið og fólkið sjálft, að það fólk rækti tengsl sín við þau gömlu heimalönd, ef það svo kýs, fremur en að það rækti tengsl sín við Kaupmannahöfn. Þó svo að þeir sem pínt hafa sig í gegnum nokkur ár af dönskunámi eigi það til að óska afkvæmum sínum sömu kvalar, þá eru það engin rök. Það er síðan hæpið að halda því fram að danskan opni fyrir mönnum margar dyr sem ella stæðu lokaðar. Stærstu rökin sem standa eftir felast í notkun dönskunnar innan stjórnsýslunnar, sem stafar af hefðum í norrænni samvinnu og t.d. því að dönsk og íslensk lög eru oft svipuð. Þetta eru ágætisrök en réttlæta ekki nokkurra ára skyldukennslu í dönsku. Tími nemenda og kennara er takmarkaður. Rétta spurningin til að spyrja þegar rætt er um námskrá er ekki: „Væri gott ef allir kynnu dönsku?" því auðvitað væri það gott, heldur „á að kenna dönsku fremur en að kenna eitthvað annað?" Eins og málum er háttað bendir margt til að önnur tungumál gætu nýst mörgum nemendum betur. Það væri eðlilegra að valið um erlent mál númer tvö væri í þeirra höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss. Sumum þykir þessi þróun gera menningu okkar snauðari. Kannski er erfitt að deila á það. Þau okkar sem hafa búið í Danmörku og telja sig hafa lært dönsku sæmilega eru líkleg til að standa nostalgíumegin í þessum slag. En slagurinn tapaðist því miður fyrir löngu síðan. Að meðal-Íslendingur sé fær um að nota dönsku í samskiptum við aðra Norðurlandabúa er álíka satt og það að franskan í Eurovision opni keppnina fyrir milljónum manna. Íslenskan sem hvarfÉg las mikið af Jules Verne bókum sem krakki. Ég man að mér þótti pólski þýðandinn stundum skilja eftir meiri frönsku óþýdda en ég kærði mig um. Það var hálfpartinn gert ráð fyrir því að menntuð æska í upphafi 20. aldar kynni alla vega grunnfrasa í „heimsmálinu". Svipað gildir um aðrar evrópskar bókmenntir 19. aldar. Fullt af frönsku, sem fólk í dag skilur síður. Þannig eldist alþjóðlegasti partur ritverkanna hraðast. Líklegast mun þetta gerast aftur. Eftir 250 ár verður 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason gefin út að nýju, en búið verður að snúa ensku samtölunum yfir á íslensku, til að 23. aldar fólk geti skilið þá. Íslenska rituð af embættismönnum 18. aldar er á tíðum torskildari en talsvert eldri textar. Ástæðan er að hún þykir okkur „dönskuskotin" og danskan hefur síðan þurft að hopa úr málinu. Menn lögðu raunar á sig heilmikla vinnu við að ryðja henni á brott. Fyrir vikið eru danskan og íslenskan ólíkari en ella. Fyrir vikið eiga Íslendingar erfiðara með að læra dönsku. Og svekkja sig á því. Áhrif norrænna mála á íslenska menningu eru nú hverfandi. Andrésblöðin eru á íslensku. Enskan allsráðandi í afþreyingunni. Það þýðir lítið að berjast við þessa þróun. Og eins og það getur verið réttlætanlegt að gera ýmislegt til að viðhalda stöðu okkar eigin móðurmáls, þá er hæpið að við ættum að leggja í sambærilegar aðgerðir til að verja stöðu einhverra annarra tungumála. Eins og einhverjum tungumálafræðingum kann að þykja það leiðinlegt, þá er tími hins samnorræna málsvæðis liðinn, alla vega hvað varðar Ísland og Finnland og upplifun af veru í Danmörku er sú að notkun norrænna mála í samskiptum ungs fólks og fræðimanna er á undanhaldi. Það er auðvitað ekkert nema rökrétt. Flestir íbúar Norðurlanda eru ágætir í ensku. Þeim finnst enskan einfaldlega öruggari og hlutlausari kostur. Annað landslagÞað er líka nauðsynlegt að benda á að íslenskt samfélag hefur breyst. Mun fleiri íbúar Íslands eru fæddir í Póllandi og Litháen en á Norðurlöndunum. Það er bæði rökrétt og hagkvæmt, bæði fyrir samfélagið og fólkið sjálft, að það fólk rækti tengsl sín við þau gömlu heimalönd, ef það svo kýs, fremur en að það rækti tengsl sín við Kaupmannahöfn. Þó svo að þeir sem pínt hafa sig í gegnum nokkur ár af dönskunámi eigi það til að óska afkvæmum sínum sömu kvalar, þá eru það engin rök. Það er síðan hæpið að halda því fram að danskan opni fyrir mönnum margar dyr sem ella stæðu lokaðar. Stærstu rökin sem standa eftir felast í notkun dönskunnar innan stjórnsýslunnar, sem stafar af hefðum í norrænni samvinnu og t.d. því að dönsk og íslensk lög eru oft svipuð. Þetta eru ágætisrök en réttlæta ekki nokkurra ára skyldukennslu í dönsku. Tími nemenda og kennara er takmarkaður. Rétta spurningin til að spyrja þegar rætt er um námskrá er ekki: „Væri gott ef allir kynnu dönsku?" því auðvitað væri það gott, heldur „á að kenna dönsku fremur en að kenna eitthvað annað?" Eins og málum er háttað bendir margt til að önnur tungumál gætu nýst mörgum nemendum betur. Það væri eðlilegra að valið um erlent mál númer tvö væri í þeirra höndum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun