„Eitthvert helvítis auðvaldsraskat“ Þorsteinn Pálsson skrifar 14. apríl 2012 06:00 Já ég meinti það. Eitthvert helvítis auðvaldsraskat verður að vera. Á einhverju verður að sitja.“ Þetta voru orð Íslandsbersa eftir að bolsévíkinn hafði minnt á hugsjón sína um „ríkisauðvald“ í orðræðu þeirra í Guðsgjafaþulu um sjávarútvegsstefnu þess tíma. Menn hafa sem sagt áður skipst í hópa eftir því hvaða hugmyndafræði ætti að fylgja við stjórn atvinnulífsins. Flestir héldu að vísu að ríkisauðvaldshugsjónin hefði fjarað út. En nú birtist hún þing eftir þing í sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Ágreiningurinn er í sjálfu sér einfaldur þó að viðfangsefnið sé flókið og fáir botni í umræðunni. Ríkisstjórnin og þeir sem henni fylgja að málum telja að best fari á því að stjórnmálamenn ráðstafi tekjum sjávarútvegsins. Móthaldsmenn hennar í Sjálfstæðisflokknum telja á hinn bóginn að markaðslögmálin eigi við í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Í engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins. Einu gildir hvort þar sitja vinstri eða hægri stjórnir. Að þessu leyti hafa hugmyndafræðilegar deilur færst meira en hálfa öld aftur í tímann. Meginástæðan fyrir því er sú að hér er enginn flokkur frjálslyndra jafnaðarmanna lengur starfandi; aðeins tveir vinstri sósíalískir flokkar í ríkisstjórn. Tillögur ríkisstjórnarinnar eiga ekkert skylt við hugmyndir Samfylkingarinnar frá þeim tíma að hún fylgdi frjálslyndri jafnaðarstefnu. Þær byggðu á uppboði aflaheimilda og fólu á vissan hátt í sér harðari markaðshyggju en núverandi kerfi. Samkvæmt þeim hugmyndum átti að víkja upphaflegri veiðireynslu útgerða í einstökum byggðarlögum til hliðar. Þeir fjársterkustu áttu að hreppa gæðin á uppboði. Fiskurinn og heimilin Í fullu samræmi við þá afsökun Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart þjóðinni að Samfylkingin hefði áður fylgt frjálslyndri jafnaðarstefnu hefur blaðinu verið snúið við. Þingmeirihlutinn ætlar nú að ráðstafa arði atvinnugreinarinnar og hlutast sem mest til um það hverjir geri út og hvar. Þetta er sagt leiða af því að litið er á fiskimiðin sem sameign þjóðarinnar. Fyrri tillögur voru líka sagðar leiða af því. Með engu móti er unnt að fá þær fullyrðingar til að ríma. Í þessu ljósi er lítt skiljanlegt hvers vegna móthaldsmenn ríkisstjórnarinnar á Alþingi skuli ekki draga umræðuna í ríkari mæli en verið hefur að þessum útgangspunkti um sameign þjóðarinnar. Hann merkir að það eru ekki hagsmunir einstakra útgerða, útgerðarstaða eða þeirra sem vilja komast nýir inn í atvinnugreinina sem átökin eiga að snúast um. Spurningin sem þarf að svara er þessi: Hvor leiðin, „ríkisauðvald" eða markaðshyggja, er líklegri til að skila heimilunum hærri ráðstöfunartekjum? Forsætisráðherra hefur hafnað að ræða álit og greinargerðir hagfræðinga á þessum tveimur mismunandi leiðum. Ástæðan er sú að fordómar í garð útgerðarmanna ráða meir en hagsmunir heimilanna. Ríkisstjórnin ætlar að vinna umræðuna með því að láta hana snúast um fordóma. Því er nú afar brýnt að móthaldsmenn ríkisstjórnarinnar á Alþingi láti ekki draga sig inn í umræðu á því plani. Þeir verða að tryggja að umræðan byggi á þekkingarlegum grundvelli og snúist um hag heildarinnar og heimilanna. „Á einhverju verður að sitja“ Fordómar efnahagsráðherrans og forsætisráðherrans koma til að mynda fram í hneykslunarkenndum staðhæfingum um að í núverandi kerfi leiti fjármagn út úr atvinnugreininni. Þetta á að stöðva. En á hvaða hugsun byggir þessi hneykslan? Ef hagsmunir heimilanna eiga að ráða er það einmitt sú krafa sem gera þarf til sjávarútvegsins. Undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þarf að skila umtalsverðum arði. Hann þarf svo að flæða út um allt atvinnulífið í nýjum fjárfestingum og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Þegar betur er að gáð er það fyrst og fremst hneyksli ef þetta gerist ekki. Spurningin snýst um það hvort sjávarútvegurinn á að vera eins konar lokað hólf í þjóðarbúskapnum eða samtvinnaður öðrum þráðum sem mynda þann vef. Auðvelt er að reikna út að arðsemi í sjávarútvegi muni minnka vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að kosta fleiri krónum til að veiða hvert tonn með því að fjölga bæði fiskiskipum og sjómönnum. Hitt er erfiðara að reikna út hvort stjórnmálamenn eru líklegri til að ávaxta arðinn betur en markaðurinn. En þar getur reynslan talað. Íslandsbersi sagði að á einhverju yrði að sitja. Það er óumdeilt. En dómur sögunnar um ríkisauðvaldshugsjónina sem nú er boðuð eftir áratuga hlé segir að hún sé ekki góð sessa fyrir hag heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Já ég meinti það. Eitthvert helvítis auðvaldsraskat verður að vera. Á einhverju verður að sitja.“ Þetta voru orð Íslandsbersa eftir að bolsévíkinn hafði minnt á hugsjón sína um „ríkisauðvald“ í orðræðu þeirra í Guðsgjafaþulu um sjávarútvegsstefnu þess tíma. Menn hafa sem sagt áður skipst í hópa eftir því hvaða hugmyndafræði ætti að fylgja við stjórn atvinnulífsins. Flestir héldu að vísu að ríkisauðvaldshugsjónin hefði fjarað út. En nú birtist hún þing eftir þing í sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Ágreiningurinn er í sjálfu sér einfaldur þó að viðfangsefnið sé flókið og fáir botni í umræðunni. Ríkisstjórnin og þeir sem henni fylgja að málum telja að best fari á því að stjórnmálamenn ráðstafi tekjum sjávarútvegsins. Móthaldsmenn hennar í Sjálfstæðisflokknum telja á hinn bóginn að markaðslögmálin eigi við í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Í engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins. Einu gildir hvort þar sitja vinstri eða hægri stjórnir. Að þessu leyti hafa hugmyndafræðilegar deilur færst meira en hálfa öld aftur í tímann. Meginástæðan fyrir því er sú að hér er enginn flokkur frjálslyndra jafnaðarmanna lengur starfandi; aðeins tveir vinstri sósíalískir flokkar í ríkisstjórn. Tillögur ríkisstjórnarinnar eiga ekkert skylt við hugmyndir Samfylkingarinnar frá þeim tíma að hún fylgdi frjálslyndri jafnaðarstefnu. Þær byggðu á uppboði aflaheimilda og fólu á vissan hátt í sér harðari markaðshyggju en núverandi kerfi. Samkvæmt þeim hugmyndum átti að víkja upphaflegri veiðireynslu útgerða í einstökum byggðarlögum til hliðar. Þeir fjársterkustu áttu að hreppa gæðin á uppboði. Fiskurinn og heimilin Í fullu samræmi við þá afsökun Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart þjóðinni að Samfylkingin hefði áður fylgt frjálslyndri jafnaðarstefnu hefur blaðinu verið snúið við. Þingmeirihlutinn ætlar nú að ráðstafa arði atvinnugreinarinnar og hlutast sem mest til um það hverjir geri út og hvar. Þetta er sagt leiða af því að litið er á fiskimiðin sem sameign þjóðarinnar. Fyrri tillögur voru líka sagðar leiða af því. Með engu móti er unnt að fá þær fullyrðingar til að ríma. Í þessu ljósi er lítt skiljanlegt hvers vegna móthaldsmenn ríkisstjórnarinnar á Alþingi skuli ekki draga umræðuna í ríkari mæli en verið hefur að þessum útgangspunkti um sameign þjóðarinnar. Hann merkir að það eru ekki hagsmunir einstakra útgerða, útgerðarstaða eða þeirra sem vilja komast nýir inn í atvinnugreinina sem átökin eiga að snúast um. Spurningin sem þarf að svara er þessi: Hvor leiðin, „ríkisauðvald" eða markaðshyggja, er líklegri til að skila heimilunum hærri ráðstöfunartekjum? Forsætisráðherra hefur hafnað að ræða álit og greinargerðir hagfræðinga á þessum tveimur mismunandi leiðum. Ástæðan er sú að fordómar í garð útgerðarmanna ráða meir en hagsmunir heimilanna. Ríkisstjórnin ætlar að vinna umræðuna með því að láta hana snúast um fordóma. Því er nú afar brýnt að móthaldsmenn ríkisstjórnarinnar á Alþingi láti ekki draga sig inn í umræðu á því plani. Þeir verða að tryggja að umræðan byggi á þekkingarlegum grundvelli og snúist um hag heildarinnar og heimilanna. „Á einhverju verður að sitja“ Fordómar efnahagsráðherrans og forsætisráðherrans koma til að mynda fram í hneykslunarkenndum staðhæfingum um að í núverandi kerfi leiti fjármagn út úr atvinnugreininni. Þetta á að stöðva. En á hvaða hugsun byggir þessi hneykslan? Ef hagsmunir heimilanna eiga að ráða er það einmitt sú krafa sem gera þarf til sjávarútvegsins. Undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þarf að skila umtalsverðum arði. Hann þarf svo að flæða út um allt atvinnulífið í nýjum fjárfestingum og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Þegar betur er að gáð er það fyrst og fremst hneyksli ef þetta gerist ekki. Spurningin snýst um það hvort sjávarútvegurinn á að vera eins konar lokað hólf í þjóðarbúskapnum eða samtvinnaður öðrum þráðum sem mynda þann vef. Auðvelt er að reikna út að arðsemi í sjávarútvegi muni minnka vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að kosta fleiri krónum til að veiða hvert tonn með því að fjölga bæði fiskiskipum og sjómönnum. Hitt er erfiðara að reikna út hvort stjórnmálamenn eru líklegri til að ávaxta arðinn betur en markaðurinn. En þar getur reynslan talað. Íslandsbersi sagði að á einhverju yrði að sitja. Það er óumdeilt. En dómur sögunnar um ríkisauðvaldshugsjónina sem nú er boðuð eftir áratuga hlé segir að hún sé ekki góð sessa fyrir hag heimilanna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun