Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi 13. apríl 2012 09:00 Meðal listamanna Hljómsveitin For a Minor Reflection kemur fram á tvennum tónleikum hátíðarinnar. Auk þeirra stíga þar á stokk hljómsveitirnar Kimono, Lazyblood, Reykjavík!, Kría Brekkan og Snorri Helgason. „Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur," segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande í Frakklandi. Ari hefur verið búsettur í Frakklandi frá árinu 2005 og er giftur franskri konu. Hann fékk hugmyndina árið 2007, fékk þá nokkra Frakka í lið með sér og hélt fyrstu hátíðina í desember 2008. Hátíðin hefur gengið undir nafninu Air d'Islande, sem á íslensku þýðir eitthvað sem kemur frá Íslandi. „Nafnið tengist ekkert Icelandair eins og margir kunna að halda," segir Ari og hlær. Hátíðin hefur breyst og stækkað mikið frá því að hún var fyrst haldin. „Á fyrstu hátíðinni sýndum við fjórtán íslenskar kvikmyndir og héldum eina tónleika. Núna er tónlistin farin að hafa meira vægi og við erum búin að bæta samtímalist inn í dagskrána," segir Ari. Nú í ár er hátíðin í fyrsta skipti haldin á tveimur stöðum, í París og smábænum Chessy sem er um 50 kílómetra fyrir utan París. Hún er haldin í samstarfi við nokkra aðila. „Við erum þrjú sem berum hitann og þungann af verkefninu: ég, Cedric Delannoy og Charlotte Sohm sem bæði eru frönsk. Íslenska sendiráðið í París hefur svo staðið dyggilega við bakið á okkur," segir Ari, en Iceland Airwaves, Kimi Records og Promote Iceland koma einnig að hátíðinni. „Með þessari hátíð gefst okkur til dæmis færi á að kynna Iceland Airwaves-hátíðina, en við höldum eina tónleika undir þeirra formerkjum og aðra undir formerkjum Kimi Records. Svo erum við líka í samstarfi við Inspired by Iceland-átakið," bætir hann við. Það er ekki mikill gróði sem kemur af hátíðinni og að sögn Ara snýst hún meira um hugsjón. „Við náum að halda hátíðina og gera það vel. Við borgum tónlistarfólkinu sem kemur, borgum flug út og höldum því uppi meðan það er hér, svo við erum mjög ánægð með það," segir hann. Hátíðin hófst í Chessy 2. apríl síðastliðinn og stendur til 15. en í París hófst hún 11. apríl og stendur í tíu daga. - trs
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira