Verkstæði með Michelin-vottun 11. apríl 2012 11:00 Arnar tilbúin með sumardekkin Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“ Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent