Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts 30. mars 2012 07:00 Helgi Hjörvar Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira