Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu Guðbjartur Hannesson skrifar 22. mars 2012 06:00 Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dregin var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapillur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufullum skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna. Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál – ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða. Samkvæmt frumvarpinu verður heimildin bundin því að viðkomandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðisstofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingarþjónusta. Miðað er við að velferðarráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfjaávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna. Í samanburði milli Norðurlandaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðarvörnum hvað mest. Ótímabærar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kynsjúkdómum. Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mikilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studdum faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frumvarpið fá vandaða umfjöllun í velferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess. Umræða um það hvenær upplýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sammála og tel að með margumtöluðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengilegra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur. Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þungun á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnuregla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljósan vanda eru vel þegnar. Samkvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðalaldur, fækka ótímabærum þungunum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dregin var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapillur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufullum skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna. Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál – ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða. Samkvæmt frumvarpinu verður heimildin bundin því að viðkomandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðisstofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingarþjónusta. Miðað er við að velferðarráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfjaávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna. Í samanburði milli Norðurlandaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðarvörnum hvað mest. Ótímabærar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kynsjúkdómum. Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mikilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studdum faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frumvarpið fá vandaða umfjöllun í velferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess. Umræða um það hvenær upplýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sammála og tel að með margumtöluðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengilegra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur. Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þungun á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnuregla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljósan vanda eru vel þegnar. Samkvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðalaldur, fækka ótímabærum þungunum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun