Plássin oftast fullnýtt 21. mars 2012 11:45 Gistiskýlið. Reykjavíkurborg býður gistipláss og búsetuúrræði fyrir 60 til 64 einstaklinga sem eru í mikilli vímuefnaneyslu og eiga í engin hús að venda. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, segir plássin oftast fullnýtt. „En það er auðvitað misjafnt hvernig Gistiskýlið og Konukot eru nýtt þar sem þau eru neyðargistiskýli yfir nóttina," útskýrir hann og bætir við að íbúarnir séu almennt ánægðir með þá þjónustu sem þeim býðst. „Þó getur vissulega eitthvað komið upp á eins og gengur og gerist alls staðar." Áfengis- og vímuefnanotkun er bönnuð inni á öllum stöðunum. „En þessir staðir eru allir þannig að það er heimilt að dvelja þar undir áhrifum," segir Sigtryggur. „Það er engin krafa um edrúmennsku þó svo að neysla áfengis og vímuefna sé bönnuð innandyra." Fleiri úrræði eru í boði fyrir útigangsfólk í Reykjavíkurborg heldur en þau sem bjóða upp á gistingu eða húsaskjól. Má þar nefna félagslega ráðgjöf þar sem starfsmenn frá þjónustumiðstöðinni fara í vettvangsferðir á þá staði í miðborginni sem utangarðsfólk venur komur sínar og miðlar upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði. Undanfarið hefur einnig verið greint frá nýju átaksverkefni Reykjavíkurborgar, Borgarvörðum, sem er færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem þjónusta utangarðsfólk. Teyminu er ætlað að aðstoða fólk í neyslu sem lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. Borgarverðir munu aðstoða viðkomandi við að komast í viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum og sinna forvarna- og leitarstarfi. Tveir fagaðilar frá velferðarsviði og einn frá lögreglunni starfa saman í hóp hverju sinni. Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Reykjavíkurborg býður gistipláss og búsetuúrræði fyrir 60 til 64 einstaklinga sem eru í mikilli vímuefnaneyslu og eiga í engin hús að venda. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, segir plássin oftast fullnýtt. „En það er auðvitað misjafnt hvernig Gistiskýlið og Konukot eru nýtt þar sem þau eru neyðargistiskýli yfir nóttina," útskýrir hann og bætir við að íbúarnir séu almennt ánægðir með þá þjónustu sem þeim býðst. „Þó getur vissulega eitthvað komið upp á eins og gengur og gerist alls staðar." Áfengis- og vímuefnanotkun er bönnuð inni á öllum stöðunum. „En þessir staðir eru allir þannig að það er heimilt að dvelja þar undir áhrifum," segir Sigtryggur. „Það er engin krafa um edrúmennsku þó svo að neysla áfengis og vímuefna sé bönnuð innandyra." Fleiri úrræði eru í boði fyrir útigangsfólk í Reykjavíkurborg heldur en þau sem bjóða upp á gistingu eða húsaskjól. Má þar nefna félagslega ráðgjöf þar sem starfsmenn frá þjónustumiðstöðinni fara í vettvangsferðir á þá staði í miðborginni sem utangarðsfólk venur komur sínar og miðlar upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði. Undanfarið hefur einnig verið greint frá nýju átaksverkefni Reykjavíkurborgar, Borgarvörðum, sem er færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem þjónusta utangarðsfólk. Teyminu er ætlað að aðstoða fólk í neyslu sem lendir í aðstæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði. Borgarverðir munu aðstoða viðkomandi við að komast í viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum og sinna forvarna- og leitarstarfi. Tveir fagaðilar frá velferðarsviði og einn frá lögreglunni starfa saman í hóp hverju sinni.
Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira