Níutíu og níu árum síðar Þorsteinn Pálsson skrifar 17. mars 2012 11:00 Ég held að það sé stórt vafamál hvort í víðum heimi sé samankomið meira vit, mannvit, á jafnstórum bletti sem Reykjavík. En það skrýtilega um leið er það, að þar er meiri óláns-bjánaskapur, slysinn aulaskapur, en á nokkrum öðrum stað í veröld hér." Þessar tvær setningar eru úr bréfi til Stefáns G. árið 1913. Kristján Albertsson lýsir bréfritara, Rögnvaldi Péturssyni, sem einum merkasta Vestur-Íslendingi á sinni tíð og tryggðarvini ættjarðar sinnar. Níutíu og níu árum síðar vekur orðræða vikunnar um Landsdóm, gjaldeyrishöft og peningamálastefnu þessa spurningu: Hefur eitthvað breyst? Steingrímur J. Sigfússon hafði forystu um þá sögulegu pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Frá þeirri kröfu féll hann ekki á Alþingi þó að Samfylkingin, sem bar ábyrgð á bankamálum og Íbúðalánasjóði á því eina ári sem ákærurnar ná til, kæmi sínum mönnum í var. Á dögunum lagði hann síðan líf ríkisstjórnarinnar að veði til að koma í veg fyrir að ákæran yrði afturkölluð. Þegar fréttamenn báðu Steingrím J. Sigfússon að segja þjóðinni frá því sem hann hefði haft við dóminn að segja sem forvígismaður ákæruvaldsins vafðist honum tunga um tönn. Hann sagði að öll hefðu þessi mál verið erfið og flókin og ekki væri unnt að staðhæfa að einhverjar tilteknar aðgerðir hefðu bjargað einhverju þegar þar var komið sögu. Með öðrum orðum: Aðalákærandinn gat ekki fært fram lítilvægustu rök fyrir ákærunni. Orð hans var ekki unnt að skilja á annan veg en hann vildi engar staðhæfingar hafa uppi um sök. Það eina sem máli skipti væri að hann hefði sjálfur séð þetta allt fyrir.„Óláns bjánaskapur" Engin efni standa til að andmæla ráðherranum um þessi atriði. En furðu sætir hins vegar að engum úr stórum skara fréttamanna skyldi hugkvæmast að spyrja forvígismann ákæruvaldsins á Alþingi hvernig það mætti vera að hann gæti ekki í skýrslu sinni sýnt fram á orsakasamhengi milli einstakra ákæruliða og hruns krónunnar og falls bankanna. Það er þó það eina sem málareksturinn snýst um. Enginn spurði hvort ekki væri tilefni til að kalla ákæruna til baka fyrst ákærandinn hefði engin rök þegar á hólminn væri komið. Enginn spurði saksóknara meirihluta Alþingis hvernig unnt væri að halda áfram málarekstri þegar aðalákærandinn gæti ekki fyrir dóminum sjálfum haldið fram sekt þess ákærða. Fréttaflutningur af landsdómsyfirheyrslunum hefur að því leyti verið ágætur að enginn fjölmiðill hefur reynt að draga taum annars málsaðila á kostnað hins. Pólitískar og sálfræðilegar greiningar hafa sumar verið ágætar og segja sína sögu um eðli málsins. Á hinn bóginn hafa fjölmiðlarnir brugðist í því að fá löglærða sérfræðinga til að skýra vitnisburði og skýrslur aðila og hvað það er í þeim sem hefur þýðingu fyrir sakarefnið og hvað ekki. Það hefði verið miklu meira virði en bein útsending. Trúlega hefur sjaldan verið saman komið jafn mikið vit á jafn litlum bletti eins og þessa stund sem efnahagsráðherrann staldraði við á Þjóðmenningarreitnum eftir skýrslugjöfina. En hitt að enginn skyldi spyrja hvernig það færi saman að vera aðalákærandi og geta ekki fært rök fyrir sakfellingu minnir óþyrmilega á það sem í gömlu bréfi kallaðist: „Óláns-bjánaskapur."„Slysinn aulaskapur" Þegar tölur voru birtar í síðustu viku um aukinn hagvöxt kom efnahagsráðherrann í fjölmiðla og staðhæfði að þær bæru árangursríkri efnahagsstjórn fagurt vitni. Hagvöxturinn fyrir hrun reyndist vera froða að stórum hluta til. Spurningin er hvort tölurnar nú séu meira virði en í aðdraganda hrunsins? Í þessari viku þótti nefnilega bera brýna nauðsyn til að lögfesta hertar gjaldeyrishaftareglur. Ástæðan var sú að verðmætasköpun útflutningsgreinanna dugði ekki fyrir gjaldeyrisútstreymi sem áður var löglegt. Enginn spyr efnahagsráðherrann hvernig það rími við boðskapinn um óbreytta stefnu í peningamálum þegar herða þarf höft þrátt fyrir tölur um aukinn hagvöxt. Öfugt við efnahagsráðherrann segir fjármálaráðherrann í tilefni hertra hafta að eina lausnin sé að taka upp evru. Hann hefur hins vegar frestað áformum um jöfnuð í ríkisfjármálum og fréttir herma að nú ætli hann að heimila veðsetningu á framtíðarskuldbindingum ríkissjóðs eins og bankastjóri fyrir hrun. Hvort tveggja er leiðin í hina áttina, frá evrunni. Enginn spyr um þennan tvískinnung. Enginn spyr forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna sem andmæla hertum höftum hvaða ráð þeir eigi uppi í erminni. Ástandið skýrist líklega helst með því sem í gömlu bréfi kallaðist: „Slysinn aulaskapur." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Ég held að það sé stórt vafamál hvort í víðum heimi sé samankomið meira vit, mannvit, á jafnstórum bletti sem Reykjavík. En það skrýtilega um leið er það, að þar er meiri óláns-bjánaskapur, slysinn aulaskapur, en á nokkrum öðrum stað í veröld hér." Þessar tvær setningar eru úr bréfi til Stefáns G. árið 1913. Kristján Albertsson lýsir bréfritara, Rögnvaldi Péturssyni, sem einum merkasta Vestur-Íslendingi á sinni tíð og tryggðarvini ættjarðar sinnar. Níutíu og níu árum síðar vekur orðræða vikunnar um Landsdóm, gjaldeyrishöft og peningamálastefnu þessa spurningu: Hefur eitthvað breyst? Steingrímur J. Sigfússon hafði forystu um þá sögulegu pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Frá þeirri kröfu féll hann ekki á Alþingi þó að Samfylkingin, sem bar ábyrgð á bankamálum og Íbúðalánasjóði á því eina ári sem ákærurnar ná til, kæmi sínum mönnum í var. Á dögunum lagði hann síðan líf ríkisstjórnarinnar að veði til að koma í veg fyrir að ákæran yrði afturkölluð. Þegar fréttamenn báðu Steingrím J. Sigfússon að segja þjóðinni frá því sem hann hefði haft við dóminn að segja sem forvígismaður ákæruvaldsins vafðist honum tunga um tönn. Hann sagði að öll hefðu þessi mál verið erfið og flókin og ekki væri unnt að staðhæfa að einhverjar tilteknar aðgerðir hefðu bjargað einhverju þegar þar var komið sögu. Með öðrum orðum: Aðalákærandinn gat ekki fært fram lítilvægustu rök fyrir ákærunni. Orð hans var ekki unnt að skilja á annan veg en hann vildi engar staðhæfingar hafa uppi um sök. Það eina sem máli skipti væri að hann hefði sjálfur séð þetta allt fyrir.„Óláns bjánaskapur" Engin efni standa til að andmæla ráðherranum um þessi atriði. En furðu sætir hins vegar að engum úr stórum skara fréttamanna skyldi hugkvæmast að spyrja forvígismann ákæruvaldsins á Alþingi hvernig það mætti vera að hann gæti ekki í skýrslu sinni sýnt fram á orsakasamhengi milli einstakra ákæruliða og hruns krónunnar og falls bankanna. Það er þó það eina sem málareksturinn snýst um. Enginn spurði hvort ekki væri tilefni til að kalla ákæruna til baka fyrst ákærandinn hefði engin rök þegar á hólminn væri komið. Enginn spurði saksóknara meirihluta Alþingis hvernig unnt væri að halda áfram málarekstri þegar aðalákærandinn gæti ekki fyrir dóminum sjálfum haldið fram sekt þess ákærða. Fréttaflutningur af landsdómsyfirheyrslunum hefur að því leyti verið ágætur að enginn fjölmiðill hefur reynt að draga taum annars málsaðila á kostnað hins. Pólitískar og sálfræðilegar greiningar hafa sumar verið ágætar og segja sína sögu um eðli málsins. Á hinn bóginn hafa fjölmiðlarnir brugðist í því að fá löglærða sérfræðinga til að skýra vitnisburði og skýrslur aðila og hvað það er í þeim sem hefur þýðingu fyrir sakarefnið og hvað ekki. Það hefði verið miklu meira virði en bein útsending. Trúlega hefur sjaldan verið saman komið jafn mikið vit á jafn litlum bletti eins og þessa stund sem efnahagsráðherrann staldraði við á Þjóðmenningarreitnum eftir skýrslugjöfina. En hitt að enginn skyldi spyrja hvernig það færi saman að vera aðalákærandi og geta ekki fært rök fyrir sakfellingu minnir óþyrmilega á það sem í gömlu bréfi kallaðist: „Óláns-bjánaskapur."„Slysinn aulaskapur" Þegar tölur voru birtar í síðustu viku um aukinn hagvöxt kom efnahagsráðherrann í fjölmiðla og staðhæfði að þær bæru árangursríkri efnahagsstjórn fagurt vitni. Hagvöxturinn fyrir hrun reyndist vera froða að stórum hluta til. Spurningin er hvort tölurnar nú séu meira virði en í aðdraganda hrunsins? Í þessari viku þótti nefnilega bera brýna nauðsyn til að lögfesta hertar gjaldeyrishaftareglur. Ástæðan var sú að verðmætasköpun útflutningsgreinanna dugði ekki fyrir gjaldeyrisútstreymi sem áður var löglegt. Enginn spyr efnahagsráðherrann hvernig það rími við boðskapinn um óbreytta stefnu í peningamálum þegar herða þarf höft þrátt fyrir tölur um aukinn hagvöxt. Öfugt við efnahagsráðherrann segir fjármálaráðherrann í tilefni hertra hafta að eina lausnin sé að taka upp evru. Hann hefur hins vegar frestað áformum um jöfnuð í ríkisfjármálum og fréttir herma að nú ætli hann að heimila veðsetningu á framtíðarskuldbindingum ríkissjóðs eins og bankastjóri fyrir hrun. Hvort tveggja er leiðin í hina áttina, frá evrunni. Enginn spyr um þennan tvískinnung. Enginn spyr forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna sem andmæla hertum höftum hvaða ráð þeir eigi uppi í erminni. Ástandið skýrist líklega helst með því sem í gömlu bréfi kallaðist: „Slysinn aulaskapur."
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun