Stjórnmálamenn standi sig betur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2012 06:00 Starfsemi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur verið í brennidepli í vikunni. Lögreglan handtók hóp manna, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, grófum líkamsárásum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Annar hópur, tengdur glæpasamtökunum Hells Angels, hefur verið ákærður fyrir yfirgengilega hrottalega árás á konu, með tilheyrandi hótunum í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar. Starfsemi skipulagðra glæpagengja, sem sum hver tengjast alþjóðlegum glæpahringjum eins og Hells Angels og Outlaws er staðreynd á Íslandi. Lögreglan telur að fleiri slíkar glæpaklíkur reyni nú að ná hér fótfestu og nefnir sérstaklega Bandidos og Mongols, sem eru klúbbar glæpamanna á mótorhjólum, líkt og þær fyrrnefndu. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að ofangreindum vélhjólagengjum fylgir fíkniefnasala, mansal og vændi, morð og aðrir ofbeldisglæpir, hótanir og kúgunaraðgerðir. Starfskonur Stígamóta hafa sett fram þá tilgátu að fjölgun hópnauðgana hér á landi sé til komin vegna vaxandi gengjamyndunar og -menningar í íslenzkum undirheimum. Lögreglan þarf að vera í stakk búin að taka fast á ræflunum í leðurjökkunum. Það er traustvekjandi að sjá að lögreglan sópar þeim upp eins og gert var í vikunni. Og áfram á að nýta heimildir Schengen-samningsins til að meina þekktum meðlimum glæpagengja inngöngu í landið. En stjórnmálamennirnir þurfa að standa sig betur. Þeir þurfa í fyrsta lagi að tryggja að lögreglan hafi næga fjármuni og mannskap til að fylgjast með þessari vaxandi ógn við öryggi borgaranna. Að tryggja það er fyrsta skylda ríkisvaldsins, sem kemur á undan flestum öðrum verkefnum þess. Það er ekki hægt að beita endalaust flötum niðurskurði á löggæzluna þótt spara þurfi í ríkisrekstrinum. Í öðru lagi þarf lögreglan að hafa sömu heimildir og lögreglulið í öðrum Evrópulöndum til að fylgjast með skipulagðri brotastarfsemi. Nýtt frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu gengur of skammt. Ráðherrann segir beinlínis að hann vilji ekki láta lögreglunni í té sömu heimildir og til dæmis lögregla í hinum norrænu ríkjunum hefur. Hvers vegna ekki? Hver eru rökin fyrir því? Getur verið að vaxandi áhugi glæpagengjanna á Íslandi sé einmitt tilkominn vegna þess að lögreglan hefur ekki sömu tækin til að taka á þeim og í nágrannalöndunum? Í þriðja lagi þarf að taka aftur upp áform Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um að banna glæpagengin og meina þannig meðlimum þeirra til dæmis að ganga um í fatnaði merktum þeim. Einhverra hluta vegna hefur það mál verið lagt til hliðar. Stjórnarskráin heimilar að félög með ólögmætan tilgang séu leyst upp og sjálfsagt er að nýta þá heimild. Það á að beita öllum tiltækum ráðum, innan ramma laga og réttar, til að uppræta þennan ófögnuð og ekki sýna neina linkind eða umburðarlyndi. Stjórnmálamenn þurfa að sýna að þeir standi fast við bakið á lögreglunni í þeirri baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Starfsemi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur verið í brennidepli í vikunni. Lögreglan handtók hóp manna, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, grófum líkamsárásum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Annar hópur, tengdur glæpasamtökunum Hells Angels, hefur verið ákærður fyrir yfirgengilega hrottalega árás á konu, með tilheyrandi hótunum í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar. Starfsemi skipulagðra glæpagengja, sem sum hver tengjast alþjóðlegum glæpahringjum eins og Hells Angels og Outlaws er staðreynd á Íslandi. Lögreglan telur að fleiri slíkar glæpaklíkur reyni nú að ná hér fótfestu og nefnir sérstaklega Bandidos og Mongols, sem eru klúbbar glæpamanna á mótorhjólum, líkt og þær fyrrnefndu. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að ofangreindum vélhjólagengjum fylgir fíkniefnasala, mansal og vændi, morð og aðrir ofbeldisglæpir, hótanir og kúgunaraðgerðir. Starfskonur Stígamóta hafa sett fram þá tilgátu að fjölgun hópnauðgana hér á landi sé til komin vegna vaxandi gengjamyndunar og -menningar í íslenzkum undirheimum. Lögreglan þarf að vera í stakk búin að taka fast á ræflunum í leðurjökkunum. Það er traustvekjandi að sjá að lögreglan sópar þeim upp eins og gert var í vikunni. Og áfram á að nýta heimildir Schengen-samningsins til að meina þekktum meðlimum glæpagengja inngöngu í landið. En stjórnmálamennirnir þurfa að standa sig betur. Þeir þurfa í fyrsta lagi að tryggja að lögreglan hafi næga fjármuni og mannskap til að fylgjast með þessari vaxandi ógn við öryggi borgaranna. Að tryggja það er fyrsta skylda ríkisvaldsins, sem kemur á undan flestum öðrum verkefnum þess. Það er ekki hægt að beita endalaust flötum niðurskurði á löggæzluna þótt spara þurfi í ríkisrekstrinum. Í öðru lagi þarf lögreglan að hafa sömu heimildir og lögreglulið í öðrum Evrópulöndum til að fylgjast með skipulagðri brotastarfsemi. Nýtt frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu gengur of skammt. Ráðherrann segir beinlínis að hann vilji ekki láta lögreglunni í té sömu heimildir og til dæmis lögregla í hinum norrænu ríkjunum hefur. Hvers vegna ekki? Hver eru rökin fyrir því? Getur verið að vaxandi áhugi glæpagengjanna á Íslandi sé einmitt tilkominn vegna þess að lögreglan hefur ekki sömu tækin til að taka á þeim og í nágrannalöndunum? Í þriðja lagi þarf að taka aftur upp áform Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um að banna glæpagengin og meina þannig meðlimum þeirra til dæmis að ganga um í fatnaði merktum þeim. Einhverra hluta vegna hefur það mál verið lagt til hliðar. Stjórnarskráin heimilar að félög með ólögmætan tilgang séu leyst upp og sjálfsagt er að nýta þá heimild. Það á að beita öllum tiltækum ráðum, innan ramma laga og réttar, til að uppræta þennan ófögnuð og ekki sýna neina linkind eða umburðarlyndi. Stjórnmálamenn þurfa að sýna að þeir standi fast við bakið á lögreglunni í þeirri baráttu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun