Bíla-Ísland Pawel Bartoszek skrifar 16. mars 2012 06:00 Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla-Íslandi er skilvirkt markaðshagkerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar. Ég elst upp á Fóta-Íslandi. Á Fóta-Íslandi notar fólk fætur, hjól eða strætó til að ferðast. Fóta-Ísland er vitanlega ekki sérlega fjölmennt. Lengi vel vissu raunar fæstir að Fóta-Ísland væri yfirhöfuð til og þeir sem það þó gerðu héldu að þar byggju aðallega fátæklingar og útlendingar. Sem að mörgu leyti var ekki alrangt. Fóta-Ísland var þannig eins konar huglægt gettó. Fáir ímynduðu sér að nokkur byggi þar nema af fjárhagslegum ástæðum, nema kannski einstaka bóhemar. Og vissulega er Fóta-Ísland ekki dýr staður til að búa á en ókosturinn við hann er að þjónustan þar er gjarnan rekin á félagslegum forsendum. Og vond eftir því. Ef bensín hækkar þurfa íbúar Bíla-Íslands að borga meira fyrir bensín meðan íbúar Fóta-Íslands þurfa að horfa fram á niðurskurð í strætókerfinu. Svona er þetta. Á Bíla-Íslandi borga menn mikið en fá það sem þeir þurfa. Á Fóta-Íslandi borga menn lítið sem ekkert og fá lítið sem ekkert. Ég keypti mér hjól fyrir nokkrum árum með innbyggðum ljósrafal á framhjólinu. Eftir hálft ár hætti hann að virka. Ég fór með hjólið á upprunalega sölustaðinn, þar sem viðgerðarmennirnir smurðu það og stilltu en ypptu svo öxlum yfir ónýta ljósinu. Þeir kynnu ekkert á svona lagað. Ég sé þetta ekki gerast á Bíla-Íslandi. Þar er manni skutlað til og frá vinnu á meðan ötulir starfsmenn bílaumboðsins kíkja á bilunina. Og ef bilunin er ekki á ábyrgð þá er viðgerðin vissulega sjúklega dýr, en allavega möguleg. Ef bíl er stolið á Bíla-Íslandi er það tekið alvarlega. Menn taka af manni skýrslu og reyna jafnvel að finna bílinn. Sé hjóli stolið á Fóta-Íslandi er flestum sama. Þótt hjólaþjófnaðir séu algjör plága upplýsast þeir aldrei og ekkert er gert til að sporna við þeim. Það væri auðvelt að koma upp kerfi þar sem sölumenn og aðrir gætu skráð stellnúmer hjóla hjá lögreglu. Eða selja hjólin með almennilegum lásum. Flestir íslenskir hjólalásar flokkast sem barnalásar og eru ekki ætlaðir til notkunar í alvöruborgum. Hugsið ykkur ef stela mætti 90% bíla með garðklippum einum saman. Menntakerfi Bíla-Íslands er einkarekið og fjárhagslega sjálfbært. Ökunám kostar um þrjú hundruð þúsund krónur og enginn vælir yfir því. Ein klukkustund í ökukennslu kostar jafnmikið og önn í framhaldsskóla. Allir borga með glöðu geði. Ekkert tal um „jafnrétti til bílprófs" eða „rétt til aksturs óháð efnahag". Jafnvel bílprófið sjálft er tekið hjá einkaaðilum og kostar sitt. En fyrir vikið er framboðið á þjónustunni ótrúlega gott. Það er til dæmis hægt að hefja ökunámið hvenær sem er. Skrifleg og verkleg próf er hægt að taka alla daga ársins. Ekkert nám utan Bíla-Íslands er jafnsveigjanlegt og jafneinstaklingsmiðað. En þótt markaðshyggja Bíla-Íslands sé aðdáunarverð þá er samt einn stór þáttur sem henni er undanskilinn. Vegakerfið sjálft er ríkisbákn. Það er fjármagnað með skattheimtu og byggt upp af hinu opinbera. Sveitarfélög fjármagna vegagerð með sköttum á alla fasteignaeigendur, óháð því hvort þeir eiga bíl eða ekki. Eins mikið og kvartað er undan sköttum á bensín þá er staðreyndin sú að þeir sérskattar hafa á undanförnum árum ekki staðið undir kostnaðinum af viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins. Menn eiga samt ekki í minnstu vandræðum með að hvetja í sömu andrá til lækkunar bensíngjalda og stóraukinna útgjalda til vegagerðar. Slíkt gengur auðvitað ekki upp nema að aðrir skattar verði hækkaðir eða peningar teknir frá öðru. Raunar er til leið til að lækka álögur á bensín og hraða jafnframt uppbyggingu vegakerfisins, án þess að þurfa sækja féð í aðra sjóði eða í vasa allra skattgreiðenda. Sú leið felst í því að láta stærri framkvæmdir næstu ára byggjast upp í gegnum einkaframkvæmd og fjármagna þær með gjöldum þeirra vegfarenda sem umrædda vegi nota. Vissulega yrði þannig markaðsvætt vegakerfi dýrara í notkun fyrir umrædda vegfarendur. En það yrði fáránlega skilvirkt. Eins og allt annað á Bíla-Íslandinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla-Íslandi er skilvirkt markaðshagkerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar. Ég elst upp á Fóta-Íslandi. Á Fóta-Íslandi notar fólk fætur, hjól eða strætó til að ferðast. Fóta-Ísland er vitanlega ekki sérlega fjölmennt. Lengi vel vissu raunar fæstir að Fóta-Ísland væri yfirhöfuð til og þeir sem það þó gerðu héldu að þar byggju aðallega fátæklingar og útlendingar. Sem að mörgu leyti var ekki alrangt. Fóta-Ísland var þannig eins konar huglægt gettó. Fáir ímynduðu sér að nokkur byggi þar nema af fjárhagslegum ástæðum, nema kannski einstaka bóhemar. Og vissulega er Fóta-Ísland ekki dýr staður til að búa á en ókosturinn við hann er að þjónustan þar er gjarnan rekin á félagslegum forsendum. Og vond eftir því. Ef bensín hækkar þurfa íbúar Bíla-Íslands að borga meira fyrir bensín meðan íbúar Fóta-Íslands þurfa að horfa fram á niðurskurð í strætókerfinu. Svona er þetta. Á Bíla-Íslandi borga menn mikið en fá það sem þeir þurfa. Á Fóta-Íslandi borga menn lítið sem ekkert og fá lítið sem ekkert. Ég keypti mér hjól fyrir nokkrum árum með innbyggðum ljósrafal á framhjólinu. Eftir hálft ár hætti hann að virka. Ég fór með hjólið á upprunalega sölustaðinn, þar sem viðgerðarmennirnir smurðu það og stilltu en ypptu svo öxlum yfir ónýta ljósinu. Þeir kynnu ekkert á svona lagað. Ég sé þetta ekki gerast á Bíla-Íslandi. Þar er manni skutlað til og frá vinnu á meðan ötulir starfsmenn bílaumboðsins kíkja á bilunina. Og ef bilunin er ekki á ábyrgð þá er viðgerðin vissulega sjúklega dýr, en allavega möguleg. Ef bíl er stolið á Bíla-Íslandi er það tekið alvarlega. Menn taka af manni skýrslu og reyna jafnvel að finna bílinn. Sé hjóli stolið á Fóta-Íslandi er flestum sama. Þótt hjólaþjófnaðir séu algjör plága upplýsast þeir aldrei og ekkert er gert til að sporna við þeim. Það væri auðvelt að koma upp kerfi þar sem sölumenn og aðrir gætu skráð stellnúmer hjóla hjá lögreglu. Eða selja hjólin með almennilegum lásum. Flestir íslenskir hjólalásar flokkast sem barnalásar og eru ekki ætlaðir til notkunar í alvöruborgum. Hugsið ykkur ef stela mætti 90% bíla með garðklippum einum saman. Menntakerfi Bíla-Íslands er einkarekið og fjárhagslega sjálfbært. Ökunám kostar um þrjú hundruð þúsund krónur og enginn vælir yfir því. Ein klukkustund í ökukennslu kostar jafnmikið og önn í framhaldsskóla. Allir borga með glöðu geði. Ekkert tal um „jafnrétti til bílprófs" eða „rétt til aksturs óháð efnahag". Jafnvel bílprófið sjálft er tekið hjá einkaaðilum og kostar sitt. En fyrir vikið er framboðið á þjónustunni ótrúlega gott. Það er til dæmis hægt að hefja ökunámið hvenær sem er. Skrifleg og verkleg próf er hægt að taka alla daga ársins. Ekkert nám utan Bíla-Íslands er jafnsveigjanlegt og jafneinstaklingsmiðað. En þótt markaðshyggja Bíla-Íslands sé aðdáunarverð þá er samt einn stór þáttur sem henni er undanskilinn. Vegakerfið sjálft er ríkisbákn. Það er fjármagnað með skattheimtu og byggt upp af hinu opinbera. Sveitarfélög fjármagna vegagerð með sköttum á alla fasteignaeigendur, óháð því hvort þeir eiga bíl eða ekki. Eins mikið og kvartað er undan sköttum á bensín þá er staðreyndin sú að þeir sérskattar hafa á undanförnum árum ekki staðið undir kostnaðinum af viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins. Menn eiga samt ekki í minnstu vandræðum með að hvetja í sömu andrá til lækkunar bensíngjalda og stóraukinna útgjalda til vegagerðar. Slíkt gengur auðvitað ekki upp nema að aðrir skattar verði hækkaðir eða peningar teknir frá öðru. Raunar er til leið til að lækka álögur á bensín og hraða jafnframt uppbyggingu vegakerfisins, án þess að þurfa sækja féð í aðra sjóði eða í vasa allra skattgreiðenda. Sú leið felst í því að láta stærri framkvæmdir næstu ára byggjast upp í gegnum einkaframkvæmd og fjármagna þær með gjöldum þeirra vegfarenda sem umrædda vegi nota. Vissulega yrði þannig markaðsvætt vegakerfi dýrara í notkun fyrir umrædda vegfarendur. En það yrði fáránlega skilvirkt. Eins og allt annað á Bíla-Íslandinu góða.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun