Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl eru hafnar 15. mars 2012 12:30 Þór Ómar Jónsson leikstjóri og hans fólk var við tökur á Fölskum fugli á BSÍ í gær. Mynd/Valli „Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þessi mynd fjallar um það sem skiptir máli í dag. Gildi okkar og samskipti fullorðinna og barna," segir Þór Ómar Jónsson. Tökur á kvikmyndinni Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars eru nýhafnar í Reykjavík. Hún er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 við góðar undirtektir. Bókin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn nítján ára Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið sem vandræðagemlingurinn Arnaldur. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Meðal annarra leikara eru Rakel Björk Björnsdóttir, Aron Brink, Ísak Hinriksson og Krissi Haff. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen sem tók upp stuttmyndina Toyland sem vann Óskarsverðlaunin 2009. Þór Ómar kynntist honum þegar þeir störfuðu saman við gerð lottóauglýsingar í Þýskalandi. Gerð myndarinnar Falskur fugl hefur verið í bígerð í tólf ár og núna er hún loksins orðin að veruleika. Jón Atli Jónasson skrifar handritið en hann skrifaði einmitt fyrsta kvikmyndahandritið upp úr bókinni skömmu eftir útgáfu hennar. Þá vildi Kvikmyndasjóður Íslands ekki veita myndinni styrk. „Þá þótti þetta ekki sýningarhæft með einu eða neinu móti því þetta þótti alltof mikið ofbeldi," segir Þór Ómar. Frá því að Jón Atli skrifaði fyrsta handritið fylgdu fleiri útgáfur af því á næstu árum, sumar í samstarfi við Mikael Torfason, sem aldrei voru notaðar fyrr en nú. Fyrir þremur og hálfu ári fékk myndin loksins vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði en þá breyttust aðstæður hjá aðstandendunum og hún dagaði uppi. „Upp úr áramótum ákvað ég að hjóla af stað aftur," segir Þór Ómar. „Við ætlum að kanna hver okkar staða verður þegar við verðum búin að taka upp og ætlum að athuga hvort sjóðurinn veiti eftirvinnslustyrk til að klára myndina." Hann segir að myndin verði fram að því fjármögnuð af „velviljuðum vinum og vandamönnum". Falskur fugl er fyrsta kvikmyndin sem Þór Ómar leikstýrir upp á eigin spýtur. Hann var áður aðstoðarleikstjóri 101 Reykjavík og hefur leikstýrt auglýsingum á meginlandi Evrópu. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira