Samhengi hlutanna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu," sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega „vesen í kringum börn" með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu. Ég veit ekkert um það hvort drengur þessi hafi alist upp við heimavinnandi móður en það þarf þó ekkert að vera. Mér hefur nefnilega orðið smám saman ljóst að meirihluti fólks setur stöðu kvenna í heiminum sjaldnast í samhengi við sjálft sig, mæður sínar, dætur eða systur. „Þetta snýst bara um frumeðli mannsins, því verður ekki breytt. Svo lengi sem þetta virkar þá verður þetta svona," sagði faðir á fertugsaldri og yppti öxlum þegar til umræðu voru fáklæddar konur í hjólbarðaauglýsingum. Aðspurður hvort hann yrði sáttur við að dóttir hans beraði sig fyrir bílasölu sagðist hann reyndar vona að hann þyrfti ekki að standa frammi fyrir því. Hann setti það hins vegar ekki í samhengi að meðan hann yppti öxlum yfir fáklæddum konum í auglýsingum fyrir framan dóttur sína sendi hann henni þau skilaboð að „svona væri þetta bara" og tja, af hverju ekki hún eins og hver önnur? „Þú ert nú meiri stelpustrákurinn," sagði móðir við lítinn son sinn þegar hann þorði ekki niður brattan stiga í búð, án þess að hún leiddi hann. Hún setti það ekki í samhengi að með þessu fullyrti hún að stelpur væru aumingjar. Hún sá sjálfsagt ekki heldur hvernig hún gerði þar með lítið úr sjálfri sér í augum sonar síns. Og úr systur hans, ef hann átti einhverja. Umræðan um viðhorf til kynjanna, og jafnrétti er á fljúgandi ferð þessa dagana. Jafnvel svo sumum finnst nóg um enda margt ljótt sem kemur fram. Það sýnir hins vegar hversu þörf hún er og að með því að setja stöðu kvenna ekki í samhengi við okkur sjálf verðum við aldrei jöfn. Við erum alltaf að tala um mömmur okkar, dætur og systur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu," sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega „vesen í kringum börn" með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu. Ég veit ekkert um það hvort drengur þessi hafi alist upp við heimavinnandi móður en það þarf þó ekkert að vera. Mér hefur nefnilega orðið smám saman ljóst að meirihluti fólks setur stöðu kvenna í heiminum sjaldnast í samhengi við sjálft sig, mæður sínar, dætur eða systur. „Þetta snýst bara um frumeðli mannsins, því verður ekki breytt. Svo lengi sem þetta virkar þá verður þetta svona," sagði faðir á fertugsaldri og yppti öxlum þegar til umræðu voru fáklæddar konur í hjólbarðaauglýsingum. Aðspurður hvort hann yrði sáttur við að dóttir hans beraði sig fyrir bílasölu sagðist hann reyndar vona að hann þyrfti ekki að standa frammi fyrir því. Hann setti það hins vegar ekki í samhengi að meðan hann yppti öxlum yfir fáklæddum konum í auglýsingum fyrir framan dóttur sína sendi hann henni þau skilaboð að „svona væri þetta bara" og tja, af hverju ekki hún eins og hver önnur? „Þú ert nú meiri stelpustrákurinn," sagði móðir við lítinn son sinn þegar hann þorði ekki niður brattan stiga í búð, án þess að hún leiddi hann. Hún setti það ekki í samhengi að með þessu fullyrti hún að stelpur væru aumingjar. Hún sá sjálfsagt ekki heldur hvernig hún gerði þar með lítið úr sjálfri sér í augum sonar síns. Og úr systur hans, ef hann átti einhverja. Umræðan um viðhorf til kynjanna, og jafnrétti er á fljúgandi ferð þessa dagana. Jafnvel svo sumum finnst nóg um enda margt ljótt sem kemur fram. Það sýnir hins vegar hversu þörf hún er og að með því að setja stöðu kvenna ekki í samhengi við okkur sjálf verðum við aldrei jöfn. Við erum alltaf að tala um mömmur okkar, dætur og systur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun