Skáld og stjórnmálamenn í Vinnufatabúðinni 6. mars 2012 11:00 Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira