Pitsan – samsímasaga Erla Hlynsdóttir skrifar 5. mars 2012 07:00 - Pizza Pöpull, góðan dag! Hvernig get ég aðstoðað? - Við Dóra höfum ákveðið að íhuga að panta hjá ykkur pitsu. Á síðustu 16 árum hef ég fjórum sinnum pantað mér pitsu með skinku og ananas. Það hefur veitt mér mikla gleði.- Flott. Ein pitsa með skinku og ananas! - Við Dóra erum samt farin að hlakka til frjálsari stunda þar sem við pöntum í staðinn pitsu með pepperoni og lauk.- Ókei. Ætlarðu þá ekki að fá hina pitsuna? - Ég hef þegar sagt skýrt að ég ætla að fá pitsu með pepperoni og lauk. Það er ekki minn vandi að fjölmargir eru ekki reiðubúnir að fallast á þá niðurstöðu.- Þannig að það er pitsa með pepperoni og lauk? - Það kann að hljóma sem þversögn en engu að síður eru aðstæður Pizza Pöpuls þannig að ég get fremur orðið að liði með því að fá pitsu með pepperoni og lauk.- Eitthvað að drekka? - Fjölmiðlar hafa kynnt til sögunnar pitsu með parmaskinku og klettasalati, og jafnvel fjallað sérstaklega um sjávarréttapitsur. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að ákveða hvernig pitsu fólk pantar sér.- Viltu þetta allt á sömu pitsuna? - Kæri vinur. Sú staða að því sé haldið að mér að fá pitsu með skinku og ananas er hvorki það sem ég bjóst við né hefði óskað mér.- Ætlarðu að fá þannig líka? - Ég tek fram að ég hef engan fjárhagslegan ávinning af því að versla við ykkur frekar en aðra. Það er nánast í hverri viku að það er óskað eftir því að ég panti skyndibita frá veitingastöðum um allan heim. Það væri einfaldast fyrir mig að fá mér alls enga pitsu.- Ertu þá hættur við? - Á þessari stundu blasir við að nú er rétti tíminn til að fá sér kaffi. Fá þú þér endilega líka kaffisopa!- Ætlarðu þá ekki að fá pitsu? - Ég tel að ég hljóti fljótlega að gera upp við mig hvort ég ætla að fá pitsu með pepperoni og lauk. Síðar í þessari viku eða þeirri næstu. En ef ég panta pizzu þá panta ég kannski bara hálfa.- Ha? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
- Pizza Pöpull, góðan dag! Hvernig get ég aðstoðað? - Við Dóra höfum ákveðið að íhuga að panta hjá ykkur pitsu. Á síðustu 16 árum hef ég fjórum sinnum pantað mér pitsu með skinku og ananas. Það hefur veitt mér mikla gleði.- Flott. Ein pitsa með skinku og ananas! - Við Dóra erum samt farin að hlakka til frjálsari stunda þar sem við pöntum í staðinn pitsu með pepperoni og lauk.- Ókei. Ætlarðu þá ekki að fá hina pitsuna? - Ég hef þegar sagt skýrt að ég ætla að fá pitsu með pepperoni og lauk. Það er ekki minn vandi að fjölmargir eru ekki reiðubúnir að fallast á þá niðurstöðu.- Þannig að það er pitsa með pepperoni og lauk? - Það kann að hljóma sem þversögn en engu að síður eru aðstæður Pizza Pöpuls þannig að ég get fremur orðið að liði með því að fá pitsu með pepperoni og lauk.- Eitthvað að drekka? - Fjölmiðlar hafa kynnt til sögunnar pitsu með parmaskinku og klettasalati, og jafnvel fjallað sérstaklega um sjávarréttapitsur. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að ákveða hvernig pitsu fólk pantar sér.- Viltu þetta allt á sömu pitsuna? - Kæri vinur. Sú staða að því sé haldið að mér að fá pitsu með skinku og ananas er hvorki það sem ég bjóst við né hefði óskað mér.- Ætlarðu að fá þannig líka? - Ég tek fram að ég hef engan fjárhagslegan ávinning af því að versla við ykkur frekar en aðra. Það er nánast í hverri viku að það er óskað eftir því að ég panti skyndibita frá veitingastöðum um allan heim. Það væri einfaldast fyrir mig að fá mér alls enga pitsu.- Ertu þá hættur við? - Á þessari stundu blasir við að nú er rétti tíminn til að fá sér kaffi. Fá þú þér endilega líka kaffisopa!- Ætlarðu þá ekki að fá pitsu? - Ég tel að ég hljóti fljótlega að gera upp við mig hvort ég ætla að fá pitsu með pepperoni og lauk. Síðar í þessari viku eða þeirri næstu. En ef ég panta pizzu þá panta ég kannski bara hálfa.- Ha?