Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu 3. mars 2012 08:45 Damon Younger stendur sig stórkostlega sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik sem var frumsýnd í vikunni. fréttablaðið/anton „Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is Menning Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
„Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is
Menning Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira