Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma 23. febrúar 2012 07:00 Mannlíf Engar ákærur hafa verið gefnar út vegna kynþáttamisréttis frá árinu 2003 og félagasamtökum hafa ekki borist kvartanir heldur. Þessu er fagnað í skýrslu nefndar gegn kynþáttafordómum. fréttablaðið/anton Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðfest þá alþjóðasamninga sem þau voru hvött til að gera fyrir fimm árum, þegar kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerði síðast skýrslu um stöðu mála á Íslandi. Þá var eindregið lagt til við stjórnvöld að þau staðfestu ýmsa alþjóðasamninga. Tólfti viðauki við mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við mismunun að því er varðar réttindi sem tryggð eru í lögum, hefur verið undirritaður en ekki fullgiltur. Aðrir samningar sem um ræðir eru endurskoðaður félagsmálasáttmáli Evrópu, sáttmáli UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamningur um vernd þjóðernisminnihlutahópa og Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Þá voru stjórnvöld hvött til að undirbúa staðfestingu alþjóðasamnings um vernd réttinda allra farandverkamanna og fjölskyldumeðlima þeirra og viðbótarbókun við sáttmála gegn tölvuglæpum. Vilja breytta stjórnarskráStjórnarskráin ætti að innihalda öflugri vörn gegn kynþáttafordómum og misrétti að mati nefndarinnar. Stjórnvöld telja að 65. grein hennar veiti nægilega vernd. Greinin kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ríkisborgararéttur frá Alþingi getur skapað ójafnræðiKynþáttafordómanefndin hefur áhyggjur af tveimur ákvæðum í nýjum lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Í fyrsta lagi hefur nefndin áhyggjur af því að hægt sé að neita umsækjendum um ríkisborgararétt ef þeir hafa hlotið sekt eða fangelsisdóm, eða eru grunaðir um refsiverðan verknað. Þannig geta minniháttar brot sem sektir liggja við útilokað að einstaklingar geti fengið ríkisborgararétt. Nefndin telur þetta ákvæði óþarflega strangt og samrýmast ekki meginreglu um meðalhóf. Frumvarp um breytingar á þessum lögum er til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis nú og þar er miðað við hærri sektir en áður. Þá verða umsækjendur að standast íslenskupróf eða fá undanþágu frá því. Þrátt fyrir að prófið sé talið tiltölulega auðvelt þá eiga einstaklingar, einkum frá Suðaustur-Asíu, sérstaklega erfitt með að fullnægja þessu skilyrði. Stjórnvöld eru því hvött til að tryggja að lestrarkennsla og íslenskunámskeið séu aðgengileg sem víðast. Þá er í skýrslunni gerð athugasemd við að Alþingi geti veitt íslenskan ríkisborgararétt. Þessi aðferð hafi verið notuð þegar einstaklingar geta ekki náð tökum á íslensku þrátt fyrir viðleitni og einnig þar sem fólk hefur framið smávægileg brot. Nefndin segir að þótt þessi tilhögun teljist jafngilda þrautaúrræði eða lokaáfrýjun, þá mætti einnig líta svo á að hún skapi óvissu og ójafnræði. Engar ákærur vegna kynþáttamisréttisStjórnvöld hér á landi voru hvött til þess fyrir fimm árum að grípa til aðgerða til að tryggja að ákvæðum hegningarlaganna um kynþáttafordóma og misrétti yrði beitt skilvirkt. Lagt var til að rannsakað yrði hvers vegna kvartanir væru jafn fáar og raun ber vitni. Frá árinu 2003 hafa hvorki verið gefnar út ákærur fyrir brot á banni við kynþáttamisrétti né fyrir brot á grein um bann við kynþáttahatri. Frjáls félagasamtök hafa ekki heldur fengið kvartanir frá fórnarlömbum kynþáttafordóma undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum jákvæðu merkjum en bendir engu að síður á að hér á landi er enginn sérhæfður aðili sem fórnarlömb geta snúið sér til. Slíkt embætti ætti að vera óháð lögreglu og ákæruvaldinu og fara með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hefur verið þrýst á að íslensk stjórnvöld innleiði ákvæði sem kveði á um sérstaka refsiþyngingu ef kynþáttafordómar liggja að baki broti, en það hefur ekki verið gert. Fá tilvik ekki afsökunStjórnvöld hafa verið hvött til þess að tryggja að allir sem koma að refsiréttarkerfinu, lögmenn, lögregla, ákæruvaldið og dómarar, búi yfir góðri þekkingu á lagaákvæðum um kynþáttafordóma og misrétti og hvernig megi koma auga á fordóma sem afbrotahvata. Sú staðreynd að glæpir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfir á Íslandi réttlætir ekki að þeim sé gefinn lítill gaumur við þjálfun þeirra sem að þeim koma, að mati nefndarinnar. Lagt var til að aukin áhersla yrði á að veita lögreglunni góða þjálfun á sviði mannréttinda og jafnréttis til að auka skilning á menningarlegri fjölbreytni. Þessi atriði eru nú hluti af grunnþjálfun í Lögregluskólanum. Þá er hvatt til þess að stjórnvöld komi á fót miðstöð þar sem innflytjendur eigi aðgang að sérhæfðri aðstoð og þjónustu. Eftir að Alþjóðahúsi var lokað er eina slíka miðstöðin fjölmenningarsetur undir velferðarráðuneytinu, sem er staðsett á Ísafirði. Nefndin vill að miðstöð verði komið upp í höfuðborginni, því þar séu langflestir innflytjendur. Fréttir Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðjudag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðfest þá alþjóðasamninga sem þau voru hvött til að gera fyrir fimm árum, þegar kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerði síðast skýrslu um stöðu mála á Íslandi. Þá var eindregið lagt til við stjórnvöld að þau staðfestu ýmsa alþjóðasamninga. Tólfti viðauki við mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við mismunun að því er varðar réttindi sem tryggð eru í lögum, hefur verið undirritaður en ekki fullgiltur. Aðrir samningar sem um ræðir eru endurskoðaður félagsmálasáttmáli Evrópu, sáttmáli UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamningur um vernd þjóðernisminnihlutahópa og Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Þá voru stjórnvöld hvött til að undirbúa staðfestingu alþjóðasamnings um vernd réttinda allra farandverkamanna og fjölskyldumeðlima þeirra og viðbótarbókun við sáttmála gegn tölvuglæpum. Vilja breytta stjórnarskráStjórnarskráin ætti að innihalda öflugri vörn gegn kynþáttafordómum og misrétti að mati nefndarinnar. Stjórnvöld telja að 65. grein hennar veiti nægilega vernd. Greinin kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ríkisborgararéttur frá Alþingi getur skapað ójafnræðiKynþáttafordómanefndin hefur áhyggjur af tveimur ákvæðum í nýjum lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Í fyrsta lagi hefur nefndin áhyggjur af því að hægt sé að neita umsækjendum um ríkisborgararétt ef þeir hafa hlotið sekt eða fangelsisdóm, eða eru grunaðir um refsiverðan verknað. Þannig geta minniháttar brot sem sektir liggja við útilokað að einstaklingar geti fengið ríkisborgararétt. Nefndin telur þetta ákvæði óþarflega strangt og samrýmast ekki meginreglu um meðalhóf. Frumvarp um breytingar á þessum lögum er til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis nú og þar er miðað við hærri sektir en áður. Þá verða umsækjendur að standast íslenskupróf eða fá undanþágu frá því. Þrátt fyrir að prófið sé talið tiltölulega auðvelt þá eiga einstaklingar, einkum frá Suðaustur-Asíu, sérstaklega erfitt með að fullnægja þessu skilyrði. Stjórnvöld eru því hvött til að tryggja að lestrarkennsla og íslenskunámskeið séu aðgengileg sem víðast. Þá er í skýrslunni gerð athugasemd við að Alþingi geti veitt íslenskan ríkisborgararétt. Þessi aðferð hafi verið notuð þegar einstaklingar geta ekki náð tökum á íslensku þrátt fyrir viðleitni og einnig þar sem fólk hefur framið smávægileg brot. Nefndin segir að þótt þessi tilhögun teljist jafngilda þrautaúrræði eða lokaáfrýjun, þá mætti einnig líta svo á að hún skapi óvissu og ójafnræði. Engar ákærur vegna kynþáttamisréttisStjórnvöld hér á landi voru hvött til þess fyrir fimm árum að grípa til aðgerða til að tryggja að ákvæðum hegningarlaganna um kynþáttafordóma og misrétti yrði beitt skilvirkt. Lagt var til að rannsakað yrði hvers vegna kvartanir væru jafn fáar og raun ber vitni. Frá árinu 2003 hafa hvorki verið gefnar út ákærur fyrir brot á banni við kynþáttamisrétti né fyrir brot á grein um bann við kynþáttahatri. Frjáls félagasamtök hafa ekki heldur fengið kvartanir frá fórnarlömbum kynþáttafordóma undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum jákvæðu merkjum en bendir engu að síður á að hér á landi er enginn sérhæfður aðili sem fórnarlömb geta snúið sér til. Slíkt embætti ætti að vera óháð lögreglu og ákæruvaldinu og fara með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hefur verið þrýst á að íslensk stjórnvöld innleiði ákvæði sem kveði á um sérstaka refsiþyngingu ef kynþáttafordómar liggja að baki broti, en það hefur ekki verið gert. Fá tilvik ekki afsökunStjórnvöld hafa verið hvött til þess að tryggja að allir sem koma að refsiréttarkerfinu, lögmenn, lögregla, ákæruvaldið og dómarar, búi yfir góðri þekkingu á lagaákvæðum um kynþáttafordóma og misrétti og hvernig megi koma auga á fordóma sem afbrotahvata. Sú staðreynd að glæpir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfir á Íslandi réttlætir ekki að þeim sé gefinn lítill gaumur við þjálfun þeirra sem að þeim koma, að mati nefndarinnar. Lagt var til að aukin áhersla yrði á að veita lögreglunni góða þjálfun á sviði mannréttinda og jafnréttis til að auka skilning á menningarlegri fjölbreytni. Þessi atriði eru nú hluti af grunnþjálfun í Lögregluskólanum. Þá er hvatt til þess að stjórnvöld komi á fót miðstöð þar sem innflytjendur eigi aðgang að sérhæfðri aðstoð og þjónustu. Eftir að Alþjóðahúsi var lokað er eina slíka miðstöðin fjölmenningarsetur undir velferðarráðuneytinu, sem er staðsett á Ísafirði. Nefndin vill að miðstöð verði komið upp í höfuðborginni, því þar séu langflestir innflytjendur.
Fréttir Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent