Systurnar eru eins og svart og hvítt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Elísa Viðarsdóttir í leik með ÍBV síðasta sumar. Mynd/Hag Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira