Lífið saltfiskur og ukulele 3. febrúar 2012 11:00 Óskar Guðnason "Það er tóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu,“ segir Óskar sem heillaðist af ljóðum Kristínar á Hlíð, samdi lög við þau og gaf út. Fréttablaðið/Anton Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele. „Það var áskorun fyrir mig að semja lög við þessi fallegu ljóð því yfirleitt hef ég gert lögin fyrst og svo fengið góða hagyrðinga eins og Guðbjart Össurarson eða Ingólf Steinsson til að yrkja texta við þau," segir Óskar Guðnason tónlistarmaður sem fyrir jól gaf út diskinn Til næturinnar með eigin lögum við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Hann lýsir tildrögunum: „Bók Kristínar, Bréf til næturinnar, kom fyrst út í árslok 2009. Ég sá viðtal við skáldkonuna í Lesbók Morgunblaðsins og sýnishorn af kveðskapnum. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heillaðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki. Þar sem ég ólst upp austur á Hornafirði og er búinn að vera mikið í Lóninu upptendraðist ég og samdi strax lag við eitt þeirra sem heitir Haustkvöld. Ég ákvað að hringja í Kristínu og fá leyfi til að gera lög við fleiri ljóð og gefa út. Hún tók því vel, ég bjó til fáein í viðbót en var að guggna á útgáfuhugmyndinni. Í nóvember 2010 fór ég svo með konunni minni í tveggja mánaða heimsókn til fólksins hennar í Taílandi og tók með mér bókina Bréf til næturinnar og litla strengjahljóðfærið ukulele. Fjölskylda konunnar býr úti í sveit. Þar var bara taílenskt sjónvarp, ekkert útvarp og engin blöð. Ég gat auk þess lítið talað við fólkið – svona eins og maður talar við fólk – en þegar ég var búinn að vera í sveitinni í nokkrar vikur var ég búinn að semja fimm lög í viðbót, meðal annars Dagrenningu, sem hægt er að hlusta á á Youtube."Umslag plötunnar.Þegar Óskar kom heim kveðst hann hafa farið að hjálpa vini sínum að dytta að húsinu hans. Sá er tónlistarmaður og líka með stúdíó. Þar þróaðist útgáfuhugmyndin og þeir fóru að taka upp grunna að lögum. „Þá fór ég að svipast um eftir söngkonu og fann hana Unni Birnu Björnsdóttur," segir Óskar. „Hún hafði sungið með South River Band og mér fannst röddin hennar eiga vel við mín lög, enda small hún inn í dæmið. Einnig fékk ég ungan mann, Arnar Jónsson, til að syngja þrjú lög. Hann var í strákakvartettinum Luxor sem Einar Bárðarson stofnaði og ég kynntist honum líka hjá þessum vini mínum. Í einni kaffipásunni fór ég að ræða við hann um mína drauma þannig að í næstu pásu var hann látinn prófa að syngja og er ljómandi góður líka." Engir aukvisar eru heldur við hljóðfærin, Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson og Þorsteinn Magnússon. Sjálfur er Óskar Guðnason á öllum póstum, semur lögin, spilar undir, hannar umslag og stjórnar upptökum með öðrum auk þess að sjá um sölu disksins, meðal annars gegnum netfangið oskargold@hotmail.com „Það er auðvitað eintóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu enda kemur hún niður á heimilisbókhaldinu," segir hann. „Diskurinn kom út í nóvember en mér hefur gengið illa að komast í spilun á útvarpsstöðvunum. Þannig að lífið er bara saltfiskur áfram." gun@frettabladid.is Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele. „Það var áskorun fyrir mig að semja lög við þessi fallegu ljóð því yfirleitt hef ég gert lögin fyrst og svo fengið góða hagyrðinga eins og Guðbjart Össurarson eða Ingólf Steinsson til að yrkja texta við þau," segir Óskar Guðnason tónlistarmaður sem fyrir jól gaf út diskinn Til næturinnar með eigin lögum við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Hann lýsir tildrögunum: „Bók Kristínar, Bréf til næturinnar, kom fyrst út í árslok 2009. Ég sá viðtal við skáldkonuna í Lesbók Morgunblaðsins og sýnishorn af kveðskapnum. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heillaðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki. Þar sem ég ólst upp austur á Hornafirði og er búinn að vera mikið í Lóninu upptendraðist ég og samdi strax lag við eitt þeirra sem heitir Haustkvöld. Ég ákvað að hringja í Kristínu og fá leyfi til að gera lög við fleiri ljóð og gefa út. Hún tók því vel, ég bjó til fáein í viðbót en var að guggna á útgáfuhugmyndinni. Í nóvember 2010 fór ég svo með konunni minni í tveggja mánaða heimsókn til fólksins hennar í Taílandi og tók með mér bókina Bréf til næturinnar og litla strengjahljóðfærið ukulele. Fjölskylda konunnar býr úti í sveit. Þar var bara taílenskt sjónvarp, ekkert útvarp og engin blöð. Ég gat auk þess lítið talað við fólkið – svona eins og maður talar við fólk – en þegar ég var búinn að vera í sveitinni í nokkrar vikur var ég búinn að semja fimm lög í viðbót, meðal annars Dagrenningu, sem hægt er að hlusta á á Youtube."Umslag plötunnar.Þegar Óskar kom heim kveðst hann hafa farið að hjálpa vini sínum að dytta að húsinu hans. Sá er tónlistarmaður og líka með stúdíó. Þar þróaðist útgáfuhugmyndin og þeir fóru að taka upp grunna að lögum. „Þá fór ég að svipast um eftir söngkonu og fann hana Unni Birnu Björnsdóttur," segir Óskar. „Hún hafði sungið með South River Band og mér fannst röddin hennar eiga vel við mín lög, enda small hún inn í dæmið. Einnig fékk ég ungan mann, Arnar Jónsson, til að syngja þrjú lög. Hann var í strákakvartettinum Luxor sem Einar Bárðarson stofnaði og ég kynntist honum líka hjá þessum vini mínum. Í einni kaffipásunni fór ég að ræða við hann um mína drauma þannig að í næstu pásu var hann látinn prófa að syngja og er ljómandi góður líka." Engir aukvisar eru heldur við hljóðfærin, Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson og Þorsteinn Magnússon. Sjálfur er Óskar Guðnason á öllum póstum, semur lögin, spilar undir, hannar umslag og stjórnar upptökum með öðrum auk þess að sjá um sölu disksins, meðal annars gegnum netfangið oskargold@hotmail.com „Það er auðvitað eintóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu enda kemur hún niður á heimilisbókhaldinu," segir hann. „Diskurinn kom út í nóvember en mér hefur gengið illa að komast í spilun á útvarpsstöðvunum. Þannig að lífið er bara saltfiskur áfram." gun@frettabladid.is
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira