Rannsaka hvort kjör birgja standist lög 28. janúar 2012 08:30 Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson kynnti skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði á fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira