Innlent

Ræða sölu við Borgarbyggð

Borgarnes Höfnin í Borgarnesi er hluti Faxaflóahafna.
Borgarnes Höfnin í Borgarnesi er hluti Faxaflóahafna.
Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið af borgarráði að ræða við forsvarsmenn Borgarbyggðar vegna óska þeirra um að selja af hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum.

„Þær viðræður taki mið af hagsmunum Reykjavíkurborgar sem aðaleiganda Faxaflóahafna og stöðu mála vegna aðgerðaáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur," segir í samþykkt borgarráðs.

Komið hefur fram að Borgarbyggð vilji losa hluta af 4,8 prósenta eign sinni í Faxaflóahöfnum til að eiga fyrir sínum 75 milljóna króna hlut í átta milljarða eigendaláni til Orkuveitu Reykjavíkur. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×