Enn má tilnefna til Samfélagsverðlauna 26. janúar 2012 05:00 Handhafar Samfélagsverðlauna árið 2011 Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu og afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verðlaunahöfum viðurkenningar. Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira