Innlent

Ekki rétta leiðin í kjarabaráttu

Maður á miðjum aldri var í gær sýknaður af ákæru um fjárdrátt í Vínbúð ÁTVR á Hellu haustið 2009.

„Það er álit dómsins að í ákæru sé ekki lýst háttsemi sem svari til lýsingar á fjárdrætti," segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Í ákæru er maðurinn sagður hafa látið hjá líða að skila inn uppgjöri fyrir tvo viðskiptadaga í verslun ÁTVR.

Maðurinn játaði við rannsókn málsins að hafa haldið eftir uppgjörsfjármunum, en kvaðst hafa ætlað að hafa peningana „í gíslingu" þar til laun hans hjá fyrirtækinu hefðu verið leiðrétt.

Hann hafi síðan séð að sér og áttað sig á að þetta væri ekki rétta leiðin til að knýja fram leiðréttingu launa. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×