Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi 24. janúar 2012 05:30 í barnahúsi Upplifun barna og foreldra var betri í Barnahúsi en hjá dómstólum, samkvæmt rannsókn sem gerð var á þriggja ára tímabili. fréttablaðið/gva Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Barnahús mæltist betur fyrir í öllum flokkum sem spurt var um í rannsókn Barnaverndarstofu, sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri hennar, kynnti á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota fyrir helgi. Bæði börn og foreldrar þeirra voru spurð, en úrtakið var 225 manns á þriggja ára tímabili. Almennt voru 83 prósent aðspurðra ánægð með skýrslutöku í Barnahúsi, en 70 prósent fyrir dómstólum. Þá voru fleiri jákvæðir gagnvart þeim sem tóku skýrslur í Barnahúsi og fólk var ánægðara með upplýsingar sem það fékk fyrir og eftir skýrslutöku. Þá þótti 60 prósentum ekki eins erfitt að bera vitni og þau héldu í Barnahúsi, en 48 prósent fyrir dómstólum. 40 prósentum leið betur eftir að hafa borið vitni í Barnahúsi á móti 33 prósentum annars staðar. Bragi gagnrýndi á ráðstefnunni þá tilhögun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að nýta ekki Barnahús undir skýrslutökur af börnum. Hann sagði það frávik frá grundvallaratriðum sem er að finna í Evrópuráðssamningnum um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun barna. Dómstjóri í héraðsdómi svaraði honum og sagði að hvert tilvik væri metið sérstaklega og þjónusta Barnahúss hefði verið notuð. Í dómhúsinu sé þó sérstök aðstaða fyrir skýrslutökur af börnum. Bragi sagði að rannsóknin sýndi að umhverfið í Barnahúsi mælist betur fyrir hjá bæði foreldrum og börnum. 86 prósentum þótti staðsetning þess góð, 69 prósentum þótti aðstaðan aðlaðandi og 75 prósent voru ánægð með biðstofuna. „Það er í rauninni skylda okkar að taka skýrslur af börnum við bestu hugsanlegu aðstæður. Það skiptir máli, ekki síst fyrir rannsókn málsins, því þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökuna þeim mun meiri líkur eru á því að við fáum fulla og ítarlega tjáningu." thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Barnahús mæltist betur fyrir í öllum flokkum sem spurt var um í rannsókn Barnaverndarstofu, sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri hennar, kynnti á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota fyrir helgi. Bæði börn og foreldrar þeirra voru spurð, en úrtakið var 225 manns á þriggja ára tímabili. Almennt voru 83 prósent aðspurðra ánægð með skýrslutöku í Barnahúsi, en 70 prósent fyrir dómstólum. Þá voru fleiri jákvæðir gagnvart þeim sem tóku skýrslur í Barnahúsi og fólk var ánægðara með upplýsingar sem það fékk fyrir og eftir skýrslutöku. Þá þótti 60 prósentum ekki eins erfitt að bera vitni og þau héldu í Barnahúsi, en 48 prósent fyrir dómstólum. 40 prósentum leið betur eftir að hafa borið vitni í Barnahúsi á móti 33 prósentum annars staðar. Bragi gagnrýndi á ráðstefnunni þá tilhögun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að nýta ekki Barnahús undir skýrslutökur af börnum. Hann sagði það frávik frá grundvallaratriðum sem er að finna í Evrópuráðssamningnum um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun barna. Dómstjóri í héraðsdómi svaraði honum og sagði að hvert tilvik væri metið sérstaklega og þjónusta Barnahúss hefði verið notuð. Í dómhúsinu sé þó sérstök aðstaða fyrir skýrslutökur af börnum. Bragi sagði að rannsóknin sýndi að umhverfið í Barnahúsi mælist betur fyrir hjá bæði foreldrum og börnum. 86 prósentum þótti staðsetning þess góð, 69 prósentum þótti aðstaðan aðlaðandi og 75 prósent voru ánægð með biðstofuna. „Það er í rauninni skylda okkar að taka skýrslur af börnum við bestu hugsanlegu aðstæður. Það skiptir máli, ekki síst fyrir rannsókn málsins, því þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökuna þeim mun meiri líkur eru á því að við fáum fulla og ítarlega tjáningu." thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira