Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision 17. janúar 2012 20:00 Pétur Örn byrjaði að safna skeggi fyrir söngleikinn hárið síðasta sumar. Mynd/Stefán „Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira