Ragnar Sólberg svitnaði og skalf 12. janúar 2012 10:30 Nýir hljómsveitarfélagar Ragnar Sólberg eru reglumenn eins og hann. Þær óvæntu fréttir bárust í síðustu viku að Ragnar Sólberg hefði gengið til liðs við sænsku hljómsveitina Pain of Salvation, sem er nokkuð stór í sínum geira. Ragnar er á leiðinni í tónleikaferðalag með hljómsveitinni um Evrópu og er gríðarlega spenntur. „Þetta er ekki beinlínis draumur að rætast því að ég hefði aldrei vogað mér að láta mig dreyma um að byrja í þessu bandi,“ segir Ragnar Sólberg, forsprakki hljómsveitarinnar Sign og nýráðinn gítarleikari sænsku proggmetalhljómsveitarinnar Pain of Salvation. „Ég hef alltaf litið á þá sem algjört súperband og á miklu æðra plani en allt sem ég geri. En ég hef hins vegar látið mig dreyma og sagt að einn daginn ætli ég að hita upp fyrir þá!“ Ragnar æfir nú að kappi ásamt meðlimum Pain of Salvation fyrir væntanlegt tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Evrópu. Hljómsveitin fór sérstaka leið til að finna gítarleikara og auglýsti starfið laust. Hátt í hundrað sóttu um, en Ragnar sótti hins vegar ekki sjálfur um starfið. „Sóley, elskulega kærastan mín, sótti um án þess að ég vissi af og sagði mér svo ekkert frá því fyrr en að við fengum svar frá Daniel, söngvara sveitarinnar, um að þeim hafi litist vel á og vildu að ég kæmi í prufu tveimur dögum seinna ef ég gæti,“ segir Ragnar. „Ég átti ekki til orð, hélt fyrst að einhver væri bara að gera rosadýrt prakkarastrik. En ég sat sveittur þessa tvo daga og lærði lögin. Og mætti svo svitnandi og skjálfandi ì prufutímann.“ Ragnar er búinn að vera harður aðdáandi Pain of Salvation í áratug og segist hafa verið óþreytandi í að fá vini og kunningja til að hlusta á hljómsveitina. „Það er alveg ótrúleg tilfinning að fá að spila syngja sum þessara laga sem eru búin að vera í uppáhaldi í mörg ár,“ segir Ragnar. Hann veit ekki hvernig hlutirnir þróast eftir tónleikaferðalagið og lítur á það sem bónus ef hann fær að koma að lagasmíðum á næstu plötu Pain of Salvation. „Ég er mjög spenntur fyrir túrnum, sérstaklega að fara til staðanna sem ég hef ekki heimsótt áður. Á sama tíma er alltaf erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, en það eru allir í bandinu miklir reglumenn og á sömu fjölskyldubylgjulengd. Þannig að ég held að þetta eigi eftir að fara mjög þægilega fram allt saman.“ -afb Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Morrissey kærir NME Harmageddon
Þær óvæntu fréttir bárust í síðustu viku að Ragnar Sólberg hefði gengið til liðs við sænsku hljómsveitina Pain of Salvation, sem er nokkuð stór í sínum geira. Ragnar er á leiðinni í tónleikaferðalag með hljómsveitinni um Evrópu og er gríðarlega spenntur. „Þetta er ekki beinlínis draumur að rætast því að ég hefði aldrei vogað mér að láta mig dreyma um að byrja í þessu bandi,“ segir Ragnar Sólberg, forsprakki hljómsveitarinnar Sign og nýráðinn gítarleikari sænsku proggmetalhljómsveitarinnar Pain of Salvation. „Ég hef alltaf litið á þá sem algjört súperband og á miklu æðra plani en allt sem ég geri. En ég hef hins vegar látið mig dreyma og sagt að einn daginn ætli ég að hita upp fyrir þá!“ Ragnar æfir nú að kappi ásamt meðlimum Pain of Salvation fyrir væntanlegt tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Evrópu. Hljómsveitin fór sérstaka leið til að finna gítarleikara og auglýsti starfið laust. Hátt í hundrað sóttu um, en Ragnar sótti hins vegar ekki sjálfur um starfið. „Sóley, elskulega kærastan mín, sótti um án þess að ég vissi af og sagði mér svo ekkert frá því fyrr en að við fengum svar frá Daniel, söngvara sveitarinnar, um að þeim hafi litist vel á og vildu að ég kæmi í prufu tveimur dögum seinna ef ég gæti,“ segir Ragnar. „Ég átti ekki til orð, hélt fyrst að einhver væri bara að gera rosadýrt prakkarastrik. En ég sat sveittur þessa tvo daga og lærði lögin. Og mætti svo svitnandi og skjálfandi ì prufutímann.“ Ragnar er búinn að vera harður aðdáandi Pain of Salvation í áratug og segist hafa verið óþreytandi í að fá vini og kunningja til að hlusta á hljómsveitina. „Það er alveg ótrúleg tilfinning að fá að spila syngja sum þessara laga sem eru búin að vera í uppáhaldi í mörg ár,“ segir Ragnar. Hann veit ekki hvernig hlutirnir þróast eftir tónleikaferðalagið og lítur á það sem bónus ef hann fær að koma að lagasmíðum á næstu plötu Pain of Salvation. „Ég er mjög spenntur fyrir túrnum, sérstaklega að fara til staðanna sem ég hef ekki heimsótt áður. Á sama tíma er alltaf erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, en það eru allir í bandinu miklir reglumenn og á sömu fjölskyldubylgjulengd. Þannig að ég held að þetta eigi eftir að fara mjög þægilega fram allt saman.“ -afb
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon Morrissey kærir NME Harmageddon