Grænu bílalánin njóta vinsælda hjá viðskiptavinum Ergo 11. janúar 2012 16:00 Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, segir markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Mynd/bernhard kristinn Grænu lánin hafa hlotið frábærar viðtökur,“ segir Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, en svokölluð græn lán eru til fjármögnunar á þeim bílum sem losa 0-120 g CO2 á hvern ekinn kílómetra. Ergo hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum græn lán og hafa þau verið helmingur lána til einstaklinga. „Við höfum því ákveðið að framlengja sérkjör við fjármögnun á þessum bílum og fellum niður lántökugjöld vegna grænna bílalána út júnímánuð 2012,“ útskýrir Ásthildur. Á síðustu árum hefur eldsneytiskostnaður í heiminum aukist og bílaframleiðendur hafa í auknum mæli farið að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna. Ásthildur segir það markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. „Fólk er einnig farið að spá mun meira í rekstrarkostnaðinn við bíl og samanburður milli ára sýnir að meðaleyðslugildi á nýskráðum bílum hefur á einu ári lækkað úr 7,9 l/100 km í 5,6 l/100 km. Meðalútblástursgildi hafa einnig lækkað um það bil um 50 g/km. Ergo vill styðja við þessa þróun og hjálpa viðskiptavinum sínum að spara, vernda umhverfið og efla þjóðarhag með því að fjármagna nýrri bíla sem að eyða og menga minna,“ segir Ásthildur og bendir heimasíðu Ergo, ergo.is, til upplýsinga. „Á vef Ergo höfum við lagt mikla áherslu á að hafa góðar reiknivélar þar sem viðskiptavinir geta reiknað bílalán út frá sínum forsendum til dæmis hvað þeir geta greitt á mánuði, hvað þeir eiga mikla útborgun eða eftir verði bílsins,“ segir Ásthildur. „Einnig eru þar „grænar“ reiknivélar frá Orkusetri, sem sýna svart á hvítu hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er meðal annars hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Það er athyglisvert hvað grænu lánin okkar hafa fengið mikla athygli og hvað landinn er í meiri mæli farinn að velta eyðslu- og umhverfisþáttum fyrir sér. Við sjáum þetta einnig í fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum,“ segir Ásthildur. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Grænu lánin hafa hlotið frábærar viðtökur,“ segir Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo, en svokölluð græn lán eru til fjármögnunar á þeim bílum sem losa 0-120 g CO2 á hvern ekinn kílómetra. Ergo hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum græn lán og hafa þau verið helmingur lána til einstaklinga. „Við höfum því ákveðið að framlengja sérkjör við fjármögnun á þessum bílum og fellum niður lántökugjöld vegna grænna bílalána út júnímánuð 2012,“ útskýrir Ásthildur. Á síðustu árum hefur eldsneytiskostnaður í heiminum aukist og bílaframleiðendur hafa í auknum mæli farið að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna. Ásthildur segir það markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. „Fólk er einnig farið að spá mun meira í rekstrarkostnaðinn við bíl og samanburður milli ára sýnir að meðaleyðslugildi á nýskráðum bílum hefur á einu ári lækkað úr 7,9 l/100 km í 5,6 l/100 km. Meðalútblástursgildi hafa einnig lækkað um það bil um 50 g/km. Ergo vill styðja við þessa þróun og hjálpa viðskiptavinum sínum að spara, vernda umhverfið og efla þjóðarhag með því að fjármagna nýrri bíla sem að eyða og menga minna,“ segir Ásthildur og bendir heimasíðu Ergo, ergo.is, til upplýsinga. „Á vef Ergo höfum við lagt mikla áherslu á að hafa góðar reiknivélar þar sem viðskiptavinir geta reiknað bílalán út frá sínum forsendum til dæmis hvað þeir geta greitt á mánuði, hvað þeir eiga mikla útborgun eða eftir verði bílsins,“ segir Ásthildur. „Einnig eru þar „grænar“ reiknivélar frá Orkusetri, sem sýna svart á hvítu hvernig val á sparneytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er meðal annars hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Það er athyglisvert hvað grænu lánin okkar hafa fengið mikla athygli og hvað landinn er í meiri mæli farinn að velta eyðslu- og umhverfisþáttum fyrir sér. Við sjáum þetta einnig í fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum,“ segir Ásthildur.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira