Ný kynslóð M-línunnar frá Mercedes Benz 11. janúar 2012 16:00 Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endurhönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundraðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einungis 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vörugjaldaflokki hér á landi vegna þess hve umhverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum athyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði," segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jeppinn ekki verið kynntur hér á landi," segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 BlueTec kostar frá kr. 11.790.000 kr.Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-línunni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnaður en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATICkerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri.Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrunarkerfi sem er með höggdeyfum með aðlögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins," segir Sigurður.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent