Trjálundur framliðinna gæludýra Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. janúar 2012 06:00 Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra. Ég er vafalaust ekki ein um að fagna því að þessari fyrstu vinnuviku nýs árs sé að ljúka. Sjaldan hafa timburmenn hátíðanna teygt sig jafnlangt inn í nýja árið. Á síðasta degi jóla gætir enn brjóstsviðans af hangikjötinu og hægðateppunnar af konfektátinu sem markaðsöflin keppast við að bjóðast til að losa gegn vægu gjaldi. Ég kenni tilviljunum dagatalsins um ástandið. Eins og rætt var um í jólaboðum af jafnmiklum ákafa og færð vega reyndust frídagar þessi jólin fáir. Stundir er ekki fóru í að sækja boð eða jafna sig eftir boð voru engar. Það var líklega vegna partíörmögnunar sem mér þótti þungamiðja nýársávarps forsetans hljóma jöfnum höndum ískyggilega lokkandi og einkar fráhrindandi. Í því kvaðst Ólafur Ragnar hlakka til „frjálsari stunda" og kynnti til sögunnar „fallegt hús í trjálundi við litla á" sem hann sagði sinn „griðastað til frambúðar". Í eyrum mér hljómaði áfangastaður forsetans dálítið eins og staðurinn sem gæludýr sem skyndilega eru ekki í búrinu sínu þegar barn kemur heim úr skólanum eru sögð hafa farið á. Það olli mér hins vegar áhyggjum að eftir frílausa jólaösina hljómaði staðurinn alls ekki illa. Á þeirri stundu gerði ég upp hug minn. Ég kærði mig ekki um embætti sem ylli löngun til að hreiðra um sig í trjálundi framliðinna gæludýra. Að sama skapi kæri ég mig ekki um önnur jól sem láta „griðastað til frambúðar" hljóma sem æskilegan áfangastað. Því vil ég fara þess á leit við hinn forsetann, forseta ASÍ, að hann beiti sér fyrir því að tilviljanir éti ekki upp lögbundna frídaga. Víða erlendis færist frídagur sem lendir á helgi yfir á mánudag. Vafalítið verður forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins svo um við slíka tillögu að jólateppan losnar án kapítalískra afskipta en það verður að hafa það. Það er nefnilega ekki pláss fyrir allt launafólk landsins í trjálundinum hans Ólafs Ragnars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Það er enginn maður með mönnum um þessar mundir nema komið hafi verið að máli við hann um að bjóða sig fram til forseta. Ég varð því upp með mér þegar skorað var á mig að taka slaginn. Það var að vísu eiginmaðurinn sem setti fram þá frómu ósk. Hann hafði nefnilega augastað á goðsagnarkenndum vínkjallara Bessastaða. Tvennt kom til í ákvörðun minni um að sækjast ekki eftir embættinu. Þótt fólk af minni árgerð megi aka bíl, drekka áfengi, fjölga sér, setja banka á hausinn og dikta upp lög á Alþingi höfum við ekki aldur til að neita sömu lögum staðfestingar með konunglegu veifi innblásnu sjálfsþóttafullum þjóðernismóði því forseti þarf að vera minnst 35 ára. Þótt þessi fyrri ástæða teljist nokkuð óhagganleg vó hin síðari sem hér fer á eftir hins vegar þyngra. Ég er vafalaust ekki ein um að fagna því að þessari fyrstu vinnuviku nýs árs sé að ljúka. Sjaldan hafa timburmenn hátíðanna teygt sig jafnlangt inn í nýja árið. Á síðasta degi jóla gætir enn brjóstsviðans af hangikjötinu og hægðateppunnar af konfektátinu sem markaðsöflin keppast við að bjóðast til að losa gegn vægu gjaldi. Ég kenni tilviljunum dagatalsins um ástandið. Eins og rætt var um í jólaboðum af jafnmiklum ákafa og færð vega reyndust frídagar þessi jólin fáir. Stundir er ekki fóru í að sækja boð eða jafna sig eftir boð voru engar. Það var líklega vegna partíörmögnunar sem mér þótti þungamiðja nýársávarps forsetans hljóma jöfnum höndum ískyggilega lokkandi og einkar fráhrindandi. Í því kvaðst Ólafur Ragnar hlakka til „frjálsari stunda" og kynnti til sögunnar „fallegt hús í trjálundi við litla á" sem hann sagði sinn „griðastað til frambúðar". Í eyrum mér hljómaði áfangastaður forsetans dálítið eins og staðurinn sem gæludýr sem skyndilega eru ekki í búrinu sínu þegar barn kemur heim úr skólanum eru sögð hafa farið á. Það olli mér hins vegar áhyggjum að eftir frílausa jólaösina hljómaði staðurinn alls ekki illa. Á þeirri stundu gerði ég upp hug minn. Ég kærði mig ekki um embætti sem ylli löngun til að hreiðra um sig í trjálundi framliðinna gæludýra. Að sama skapi kæri ég mig ekki um önnur jól sem láta „griðastað til frambúðar" hljóma sem æskilegan áfangastað. Því vil ég fara þess á leit við hinn forsetann, forseta ASÍ, að hann beiti sér fyrir því að tilviljanir éti ekki upp lögbundna frídaga. Víða erlendis færist frídagur sem lendir á helgi yfir á mánudag. Vafalítið verður forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins svo um við slíka tillögu að jólateppan losnar án kapítalískra afskipta en það verður að hafa það. Það er nefnilega ekki pláss fyrir allt launafólk landsins í trjálundinum hans Ólafs Ragnars.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun