Nautn að sýna í skjaldborgarbíói 6. júní 2012 21:00 Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum. Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina.“ Vildi gera dauðanum skilMeð merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi. „Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð.“ Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra.“ Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki.“ Ákveðinn gæðastimpillGrímur segir það hafa talsvert gildi að vinna til verðlauna á Skjaldborgarhátíðinni. „Hátíðin hefur fest sig í sessi og þetta er orðinn ákveðinn gæðastimpill, eykur til dæmis líkurnar á að myndin verði sýnd á RÚV. Þetta er rós í hnappagatið en líka góð kynning. Ég kláraði myndina daginn áður en hún var sýnd; það er gagnlegt að sjá hvernig salurinn brást við og maður fær viðbrögð frá fólki sem gefur manni kost á að snurfusa hana áður en hún verður tekin til sýninga í haust. Þá verður hún vonandi búin að spyrjast vel út yfir sumarið. Svo er líka ákveðin rómantík að frumsýna mynd úti á landi, það er algjör nautn að fá að sýna í Skjaldborgarbíó, þetta er æðislegt hús og gaman að heimamenn fjölmenntu á myndina og tóku henni vel.“ Grímur segir þó stemninguna á Skjaldborg fyrst og fremst vera afslappaða. „Þetta er ekki hátíð sem tekur sig hátíðlega; menn eru ekki skiptast á nafnspjöldum eða landa dílum, þetta eru bara kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur að hittast og gera sér glaðan dag. Sem er frábært.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja. Hreint hjarta fjallar um séra Kristin Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, með áherslu á sálgæsluhlutverk hans, útistöður hans við kirkjuyfirvöld og áhrifin sem þetta hefur á hann sjálfan. Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, leitaði upphaflega til Kristins þegar hann vantaði upplýsingar um störf sveitapresta fyrir kvikmyndahandrit sem hann var að skrifa. „Ég kannaðist við Kristin, hann hafði fermt frænda minn og maður hafði heyrt ýmsar sögur af honum. Hann tók mér mjög vel og leiddi mig í allan sannleika um hvað hann væri að gera. Mér fannst hann mjög merkilegur karakter og það kom mér á óvart að heyra af ýmsum þeim verkefnum sem hann er fenginn í, til dæmis að kveða niður drauga í íbúðarhúsum og þess háttar. Í framhaldinu bauð Kristinn mér að gera mynd um þetta efni og leyfa mér að fylgjast með störfum sínum og taka allt upp. Frumkvæðið kemur því frá honum en það er ekki fyrr en eftir að við byrjum á myndinni sem þessar deilur innan kirkjunnar koma upp og fléttuðust óumflýjanlega inn í atburðarásina.“ Vildi gera dauðanum skilMeð merkilegustu atriðum myndarinnar eru fundir séra Kristins með sóknarbarni sínu og góðvini, Halldóri H. Hafsteinssyni, sem er dauðvona og horfist í augu við það sem fram undan er af algjöru æðruleysi. „Dauðinn er svo veigamikill þáttur í starfi prestsins og ég lagði mikla áherslu á að gera því skil með einhverjum hætti. Halldór var góður vinur Kristins og meira en viljugur til að taka þátt í þessu og það reyndist algjörlega ómetanlegt. Fjölskylda hans var sömuleiðis hlynnt því að við notuðum efnið, hún hefur fengið að sjá myndina og er mjög ánægð.“ Hlutverk sálusorgarans tekur líka sinn toll, eins og sýnt er í myndinni. „Inntakið er að hann er alltaf að hjálpa öðrum, en eftir því sem líður á myndina þarf hann líka að takast á við eigin vandamál. Þetta reynir mikið á Kristin, því þrátt fyrir stórskorið útlit er hann næmur maður og viðkvæmur hið innra.“ Eftir að hafa aðallega unnið að stærri verkefnum undanfarin ár, síðast leiknu myndina Sumarlandið, segir Grímur það hafa verið góða tilbreytingu að gera litla mynd upp á eigin spýtur. „Mig langaði til að gera eitthvað algjörlega sjálfstætt, leita aftur í ræturnar sem einyrki. Ég keypti myndavél og gerði þessa mynd nánast einn. Það er ekki síst ánægjulegt að fá þessu góðu viðbrögð í ljósi þess að myndin fékk enga styrki.“ Ákveðinn gæðastimpillGrímur segir það hafa talsvert gildi að vinna til verðlauna á Skjaldborgarhátíðinni. „Hátíðin hefur fest sig í sessi og þetta er orðinn ákveðinn gæðastimpill, eykur til dæmis líkurnar á að myndin verði sýnd á RÚV. Þetta er rós í hnappagatið en líka góð kynning. Ég kláraði myndina daginn áður en hún var sýnd; það er gagnlegt að sjá hvernig salurinn brást við og maður fær viðbrögð frá fólki sem gefur manni kost á að snurfusa hana áður en hún verður tekin til sýninga í haust. Þá verður hún vonandi búin að spyrjast vel út yfir sumarið. Svo er líka ákveðin rómantík að frumsýna mynd úti á landi, það er algjör nautn að fá að sýna í Skjaldborgarbíó, þetta er æðislegt hús og gaman að heimamenn fjölmenntu á myndina og tóku henni vel.“ Grímur segir þó stemninguna á Skjaldborg fyrst og fremst vera afslappaða. „Þetta er ekki hátíð sem tekur sig hátíðlega; menn eru ekki skiptast á nafnspjöldum eða landa dílum, þetta eru bara kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaunnendur að hittast og gera sér glaðan dag. Sem er frábært.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp