Samanlagður brotaferill Annþórs og Barkar 36 ár 20. desember 2012 12:07 Annþór og Börkur við aðalmeðferð. MYND/HALLDÓR BALDURSSON Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þá Annþór Kristján Karlsson, 36 ára, og Börk Birgisson, 33 ára, til sjö og sex ára fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar. Við ákvörðun refsingar var litið til brotaferils Annþórs sem nær yfir 20 ár. Samkvæmt sakarvottorði hans hefur honum 11 sinnum verið gerð refsing frá árinu 1993. Þá var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Annþór var þá 17 ára gamall. Sama ár var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Á næstu árum braut Annþór ítrekað af sér. Það var síðan í apríl árið 2005 sem Hæstiréttur dæmdi Annþór til þriggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Fjórum árum síðar var hann á ný dæmdur í fangelsi í fjögur ár fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þá hefur Annþór þrisvar rofið skilorðsdóma og þrisvar sinnum rofið reynslulausn.Annþór og Börkur.Þau brot sem Annþór var ákærður fyrir nú áttu sér stað er hann var á reynslulausn, fyrst í október 2011, aftur í desember og síðast í janúar 2012. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausnar engin áhrif hafa á ásetning ákærða til afbrota," segir í dómi héraðsdóms. „Ákærði á sér engar málsbætur."Börkur við aðalmeðferð.MYND/HALLDÓR BALDURSSONBörkur hefur hlotið sjö refsidóma frá árinu 1997 en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hótun og líkamsárás. Ári seinna hlaut hann samskonar dóm fyrir líkamsárás og gripdeild. Börkur rauf ítrekað skilorð þessara dóma. Í júní árið 2005 var Börkur dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til manndráps og umferðarlagabrot. Árásin átti sér stað á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Þar sló Börkur annan manna ítrekað í höfuðið með öxi. „Ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingu, nauðung og tilraun til fjárkúgunar, unnar í samverknaði við aðra meðákærðu. Ákærði á sér engar málsbætur," segir í dómi.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira