Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt Karen Kjartansdóttir skrifar 24. desember 2012 09:32 „Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í þessari viku, gaf sig fram snemma í morgun. Hann kom að bænum Ásólfsstöðum, vopnaður riffli með hljóðdeyfi, öxi, hnífum, hamri og sporjárni. Hann virtist vel haldinn og var auk vopna með kort af svæðinu og nesti. „Þetta var um fimm leytið. Við sváfum uppi á lofti, ég og dóttir mín. Hún vaknaði við það að barið var á húsið. Þegar hún kom niður kallaði hann til hennar og sagðist gefast upp. Hann bað hana um að hringja í lögregluna," segir Sigurður Páll. Matthías var sóttur af lögreglumönnum og fluttur umsvifalaus á Litla-Hraun. Hann var vel vopnum búinn og hafði að auki með sér bakpoka með mat og fleira. Sp. blm. Varstu ekki hræddur? „Jú, auðvitað brá okkur," segir Sigurður Páll. „Svo fórum við að tala við drenginn út um eldhúsgluggann, buðum honum súpu og hangikjöt. Við gáfum honum þetta út um gluggann en hann var bara viðræðugóður að við buðum honum bara inn í sólstofu." „Þar gáfum við honum kaffi og jólaköku og spjölluðum við hann. Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin. Svo við biðum bara eftir lögreglunni og hann borðaði á meðan." Þegar lögreglan á Selfossi kom á staðinn lyfti Matthías upp höndum og sagðist gefast upp. Lögreglumenn fóru því næst með hann upp á Litla-Hraun en þangað var hann kominn um klukkan hálf sjö í morgun. MYND/MHH Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í þessari viku, gaf sig fram snemma í morgun. Hann kom að bænum Ásólfsstöðum, vopnaður riffli með hljóðdeyfi, öxi, hnífum, hamri og sporjárni. Hann virtist vel haldinn og var auk vopna með kort af svæðinu og nesti. „Þetta var um fimm leytið. Við sváfum uppi á lofti, ég og dóttir mín. Hún vaknaði við það að barið var á húsið. Þegar hún kom niður kallaði hann til hennar og sagðist gefast upp. Hann bað hana um að hringja í lögregluna," segir Sigurður Páll. Matthías var sóttur af lögreglumönnum og fluttur umsvifalaus á Litla-Hraun. Hann var vel vopnum búinn og hafði að auki með sér bakpoka með mat og fleira. Sp. blm. Varstu ekki hræddur? „Jú, auðvitað brá okkur," segir Sigurður Páll. „Svo fórum við að tala við drenginn út um eldhúsgluggann, buðum honum súpu og hangikjöt. Við gáfum honum þetta út um gluggann en hann var bara viðræðugóður að við buðum honum bara inn í sólstofu." „Þar gáfum við honum kaffi og jólaköku og spjölluðum við hann. Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin. Svo við biðum bara eftir lögreglunni og hann borðaði á meðan." Þegar lögreglan á Selfossi kom á staðinn lyfti Matthías upp höndum og sagðist gefast upp. Lögreglumenn fóru því næst með hann upp á Litla-Hraun en þangað var hann kominn um klukkan hálf sjö í morgun. MYND/MHH
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira