Innlent

Fjölskylda Matthíasar vonast til að hann fái viðeigandi aðstoð

Karen Kjartansdóttir skrifar

Fjölskylda Matthíasar Mána Erlingssonar vonast til þess að atburðir liðinnar viku verði til þess að litið til forsögu hans og aðstæðna. Það hafi ekki verið gert þegar dómur var kveðinn upp en vonandi taki kerfið nú við sér og veiti honum viðeigandi aðstoð.



Matthías dvelur nú í einangrun á Litla-Hrauni en heimilt er að refsa föngum með þeim hætti vegna stroks. Fjölskylda hans sagði í samtali við fréttastofu sýna þeirri ákvörðun fangelsisyfirvalda skilning og er sannfærð um að það geri Matthías líka.



Fjölskyldan sé þakklát fyrir margt, svo sem það að hann gaf sig sjálfviljugur fram og því að fólkið á Ásólfsstöðum tók á móti honum með samhyggð og gæsku.



Matthías var dæmdur í haust fyrir að hafa reynt að myrða sambýliskonu föður síns.



Fjölskylda hans segir að þá hafi ekki hafi verið litið til forsögu hans og aðstæðna. Þau hafi vonast til þess að Matthías fengi greiningu og viðeigandi meðferð í kjölfar dómsins en það hafi ekki orðið raunin.



Fjölskyldan hafi þó trú á kerfinu og vonar að Matthías fái nú viðeigandi aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×