Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2012 17:57 Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er einnig formaður dómstólaráðs og þykir bæði virtur og mjög hæfur dómari. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum og hefur hann því fengið viðurnefnið „Símon grimmi" hjá lögmönnum sem hafa tapað hjá honum málum. Okkur lék forvitni á að vita hvort það væri eitthvað hæft í því að Símon væri sérstaklega gjarn á að sakfella í þeim sakamálum sem hann dæmdi í og við réðumst því í athugun á málinu á vef dómstólanna, en þar eru birtir allir héraðsdómar frá mars 2006 og til dagsins í dag. Ef slegið er inn leitarorðið „Símon Sigvaldason" í leit í dómasafni á vef dómstólanna og leitin er bundin við sakamál birtist listi yfir öll sakamál sem Símon hefur dæmt í frá 2006 og til dagsins í dag. Niðurstöðurnar voru býsna áhugaverðar. Af 304 sakamálum sem Símon hefur dæmt í á þessum tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur hann sakfellt í 298 málum. Tveimur ákærum var vísað frá og í tveimur tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða en sakfellt í öðrum. Í aðeins tveimur málum hefur Símon sýknað. Þetta er sakfellingarhlutfall upp á 99,4 prósent. En er þetta óvenjulega hátt hlutfall? Fréttastofan valdi af handahófi samanburð við Þorgeir Inga Njálsson sem er annar virtur og farsæll héraðsdómari og er dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Af þeim 105 sakamálum sem Þorgeir Ingi hefur dæmt í frá 2006 hefur hann sakfellt í 94 málum. Engum ákærum hefur verið vísað frá og í fjórum tilvikum var sýknað fyrir hluta ákæruliða. Í sjö málum hefur Þorgeir Ingi sýknað, en það er sakfellingarhlutfall upp á 93%, nokkru lægra en hjá Símoni. Á það skal minnt að á ákæruvaldinu hvílir sú skylda samkvæmt sakamálalögum að ákæra ekki nema talið sé að ákæra leiði til sakfellingar. Þá hefur ekki verið greint hvað játning ákærða liggur fyrir í mörgum þessara mála. Fréttastofan náði tali af Símoni í dag. Hann vildi í raun ekkert hafa eftir sér um málið en sagði sjálfsagt að fjalla um upplýsingar af þessu tagi, enda væru þær aðgengilegar á vef dómstólanna. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira