Anton Sveinn og Eygló Ósk sundfólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 14:15 Anton Sveinn Mckee Mynd/Benedikt Ægisson Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu.
Sund Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira