Anton Sveinn og Eygló Ósk sundfólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 14:15 Anton Sveinn Mckee Mynd/Benedikt Ægisson Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu.
Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira