Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 9. desember 2012 20:31 Helmut Marko hefur verið ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum síðan orkudrykkjaframleiðandinn keypti Jaguar-liðið árið 2005. Hann hefur margsinnis fagnað með Vettel á verðlaunapallinum. nordicphotos/afp Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15