Meðgönguljóð fæðast 21. nóvember 2012 12:35 Valgerður Þóroddsdóttir, Sveinbjörg Bjarnadóttir og Kári Tulinius. Meðgönguljóð er nýr flokkur bóka úr fórum Frú Stellu. Þar gefst skáldum vettvangur til þess að prófa sig áfram í ljóðagerð og útgáfu. Bækurnar eru handgerðar og hver bók er listaverk en hver bók á að kosta álíka mikið og kaffibolli. „Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri,“ segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. „Við fundum fyrir hræðslu meðal fólks við ljóðalestur. Það þótti okkur leiðinlegt svo við ákváðum að gera eitthvað í málunum.“ Meðgönguljóð eru stuttar ljóðabækur sem eru framleiddar án styrkja. Kostnaði er haldið í lágmarki og miðað við að bækurnar kosti ekki meira en kaffibolli á kaffihúsi. Tvíþætt tækifæri Markhópur ljóðabóka er ekki stór á Íslandi. Sveinbjörg segir því ákveðna áhættu felast í útgáfu þeirra sem forlögin vilji síður taka. „Við ákváðum því að hefja þessa tilraunastarfsemi og gefa höfundum möguleika á að koma efni sínu á framfæri og almenningi tækifæri til að nálgast efnið á góðu verði.“ Nafnið á seríunni vísar í tilgang hennar, sem er að veita ljóðskáldum rými til þreifinga á óþekktum slóðum. Kostnaðinum er haldið í lágmarki með mikilli vinnu útgefenda, því hver einasta bók er handunnin. „Við prentum þetta sjálf, röðum saman og saumum bækurnar í saumavél," segir Sveinbjörg. Upplagið er af þessum sökum ekki stórt, aðeins um 150 eintök. "Hvert eintak er sérmerkt. Við reynum að hafa gripinn dálítið sérstakan þótt hann sé ódýr.“ Fyrsta bókin í flokknum kom út í lok maí á þessu ári. Höfundar hennar, Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius, standa bak við útgáfuna, ásamt Sveinbjörgu. „Viðtökurnar voru mjög góðar, ég held að upplagið sé næstum búið, það eru örfá eintök eftir,“ segir Sveinbjörg en bækurnar eru til sölu í öllum bókabúðum í miðbænum og einnig hjá Kaffifélaginu. „Við viljum endilega fara með þær á fleiri kaffihús. Hugmyndin er nefnilega sú að bækurnar kosti aldrei meira en kaffibolli. Kaffihúsagestir geta því fengið sér kaffi og ljóð með því!“Von á fleiri afkvæmum Næsta ljóðabók kemur út næsta föstudag, þann 23. nóvember. „Við verðum með útgáfuhóf í Máli og menningu klukkan 17 og svo annað í Kunstschlager klukkan 19.“ Ástæða þess er að höfundurinn, Ásta Fanney Sigurðardóttir, er myndlistarkona og sýnir teikningarnar úr bókinni á síðarnefnda staðnum. „Hún gerði teikningar við öll ljóðin í bókinni,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Kannski er réttara að segja að hún hafi gert ljóðin við teikningarnar. Ég veit það ekki, því fyrir henni er þetta ein heild.“ Sveinbjörg segir að nú þegar bíði margir höfundar útgáfu. Í röðinni eru reynsluboltar en einnig óþekkt skáld sem aldrei hafa gefið út áður. „Meðgönguljóðin hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá skáldum og meira að segja þeim sem aldrei hafa gefið neitt út áður,“ segir Sveinbjörg sem vonast til að framtakið styrki ljóðamenningu landans. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðgönguljóð er nýr flokkur bóka úr fórum Frú Stellu. Þar gefst skáldum vettvangur til þess að prófa sig áfram í ljóðagerð og útgáfu. Bækurnar eru handgerðar og hver bók er listaverk en hver bók á að kosta álíka mikið og kaffibolli. „Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri,“ segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. „Við fundum fyrir hræðslu meðal fólks við ljóðalestur. Það þótti okkur leiðinlegt svo við ákváðum að gera eitthvað í málunum.“ Meðgönguljóð eru stuttar ljóðabækur sem eru framleiddar án styrkja. Kostnaði er haldið í lágmarki og miðað við að bækurnar kosti ekki meira en kaffibolli á kaffihúsi. Tvíþætt tækifæri Markhópur ljóðabóka er ekki stór á Íslandi. Sveinbjörg segir því ákveðna áhættu felast í útgáfu þeirra sem forlögin vilji síður taka. „Við ákváðum því að hefja þessa tilraunastarfsemi og gefa höfundum möguleika á að koma efni sínu á framfæri og almenningi tækifæri til að nálgast efnið á góðu verði.“ Nafnið á seríunni vísar í tilgang hennar, sem er að veita ljóðskáldum rými til þreifinga á óþekktum slóðum. Kostnaðinum er haldið í lágmarki með mikilli vinnu útgefenda, því hver einasta bók er handunnin. „Við prentum þetta sjálf, röðum saman og saumum bækurnar í saumavél," segir Sveinbjörg. Upplagið er af þessum sökum ekki stórt, aðeins um 150 eintök. "Hvert eintak er sérmerkt. Við reynum að hafa gripinn dálítið sérstakan þótt hann sé ódýr.“ Fyrsta bókin í flokknum kom út í lok maí á þessu ári. Höfundar hennar, Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius, standa bak við útgáfuna, ásamt Sveinbjörgu. „Viðtökurnar voru mjög góðar, ég held að upplagið sé næstum búið, það eru örfá eintök eftir,“ segir Sveinbjörg en bækurnar eru til sölu í öllum bókabúðum í miðbænum og einnig hjá Kaffifélaginu. „Við viljum endilega fara með þær á fleiri kaffihús. Hugmyndin er nefnilega sú að bækurnar kosti aldrei meira en kaffibolli. Kaffihúsagestir geta því fengið sér kaffi og ljóð með því!“Von á fleiri afkvæmum Næsta ljóðabók kemur út næsta föstudag, þann 23. nóvember. „Við verðum með útgáfuhóf í Máli og menningu klukkan 17 og svo annað í Kunstschlager klukkan 19.“ Ástæða þess er að höfundurinn, Ásta Fanney Sigurðardóttir, er myndlistarkona og sýnir teikningarnar úr bókinni á síðarnefnda staðnum. „Hún gerði teikningar við öll ljóðin í bókinni,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Kannski er réttara að segja að hún hafi gert ljóðin við teikningarnar. Ég veit það ekki, því fyrir henni er þetta ein heild.“ Sveinbjörg segir að nú þegar bíði margir höfundar útgáfu. Í röðinni eru reynsluboltar en einnig óþekkt skáld sem aldrei hafa gefið út áður. „Meðgönguljóðin hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá skáldum og meira að segja þeim sem aldrei hafa gefið neitt út áður,“ segir Sveinbjörg sem vonast til að framtakið styrki ljóðamenningu landans.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira