Enski boltinn

Stuðningsmaður Tottenham stórslasaður eftir átök í Róm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Einn stuðningsmaður Tottenham meiddist alvarlega eftir átök stuðningsmanna Tottenham og Lazio í Róm en félögin mætast í kvöld í Evrópudeildinni á Ólympíuleikvanginum í Róm. Níu aðrir slösuðust í átökunum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham-liðinu eru komnir til Róm en liðin eru í tveimur efstu sætunum riðilsins, Lazio með átta stig og Tottenham með sex stig.

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport sagði fyrst frá því að stuðningsmaður Tottenham hafi slasast illa í átökunum en hundrað áhagendur Spurs fylgdu liðinu til Ítalíu.

Stuðningsmaðurinn er í lífshættu eftir að hafa verið stunginn. Af þeim tíu sem meiddust í átökunum eru níu Bretar og einn Bandaríkjamaður.

30 grímuklæddir menn vopnaðir bareflum réðust að Tottenham-hópnum þegar þeir voru að skemmta sér saman á bar í Róm í nótt. Í kjölfarið hófust mikil slagsmál á milli hópanna. Stuðningsmenn Lazio voru einnig með hnífa, hafnarboltakylfur og hnúajárn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×