Fótbolti

Liverpool mátti sætta sig við jafntefli | Öll úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefði getað tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld. Liðið komst tvívegis yfir gegn Young Boys frá Sviss en liðin skildu á endanum jöfn, 2-2.

Liverpool og Young Boys eru bæði með sjö stig í 2.-3. sæti riðilsins. Anzhi frá Rússlandi er öruggt áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort fyrstnefndu liðanna fylgir liðinu áfram í 32-liða úrslitin.

Newcastle komst hins vegar áfram eftir 1-1 jafntefli við Maritimo á heimamanna. Sylvain Marveaux skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld en meiðsli þeirra Hatem Ben Arfa og Papiss Cisse skyggði á gleði heimamanna.

Joe Cole fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool og nýtti það vel. Hann lagði upp fyrra mark Liverpool fyrir Jonjo Shelvey og skoraði svo sjálfur síðara markið. Það dugði þó ekki til en Elsad Zverotic skoraði jöfnunarmark Young Boys á 88. mínútu leiksins með glæsilegu skoti.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í Evrópudeild UEFA:

A-riðill:

Anzhi - Udinese 2-0

Liverpool - Young Boys 2-2

Anzhi áfram.

B-riðill:

Atletico Madrid - Hapoel 1-0

Academica - Plzen 1-1

Atletico og Plzen áfram.

C-riðill:

Gladbach - AEL Limassol 2-0

Marseille - Fenerbahce 0-1

Fenerbahce og Gladbach áfram.

D-riðill:

Newcastle - Maritimo 1-1

Club Brugge - Bordeaux 1-2

Newcastle áfram.

E-riðill:

Steaua - Stuttgart 1-5

Molde - FCK 1-2

F-riðill:

PSV - Dnipro 1-2

AIK - Napoli 1-2

Dnipro og Napoli áfram.

G-riðill:

Basel - Sporting 3-0

Videoton - Genk 0-1

H-riðill:

Rubin - Inter 3-0

Neftchi Baku - Partizan 1-1

Rubin Kazan og Inter áfram.

I-riðill:

Hapoel Ironi - Athletic (frestað)

Sparta Prag - Lyon 1-1

Lyon og Sparta Prag áfram.

J-riðill:

Lazio - Tottenham 0-0

Panathinaikos - Maribor 1-0

Lazio áfram.

K-riðill:

Metalist - Leverkusen 2-0

Rosenborg - Rapíd Vín 3-2

Metalist og Leverkusen áfram.

L-riðill:

Hannover 96 - Twente 0-0

Helsingborg - Levante 1-3

Hannover og Levante áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×