Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 20:56 Maldonado er síbrotamaður í Formúlu 1. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira