Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 17:49 Sebastian Vettel er heimsmeistari í Formúlu 1. nordicphotos/afp Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til. Formúla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til.
Formúla Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira