Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.
Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.
Hér fyrir ofan má sjá samantekt úr 3-2 sigri Wigan á Reading en Ali Al-Habsi, markvörður Wigan, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í síðara marki Reading. Aðra leiki má finna á sjónvarpsvefnum.
Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.
En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá er einnig kíkt í sögubækurnar og rifjað upp eftirminnilegt atvik.
Enski boltinn