Mamman skrifar og sonurinn teiknar 26. nóvember 2012 11:44 Þegar Sigrún Elsa fann drög að sögu sem hún hafði skrifað í barnaskóla ákvað hún að ljúka við hana. Þá lá beint við að biðja soninn, verðandi myndlistarnemann, um að myndskreyta. Mæðginin Sigrún Elsa Smáradóttir og Smári Rúnar Róbertsson gáfu út sína fyrstu bók á dögunum, barnabókina Söguna af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni. Sigrún Elsa samdi söguna en Smári Rúnar myndskreytti. Þegar mannfólk strandar skipi sínu við huldubyggð á eldfjallaeyju verður uppi fótur og fit. Huldufólkið hefur heyrt ýmislegt misjafnt um mannfólkið og leggur á ráðin um að stökkva þeim burt. Ráðabruggið fer þó öðruvísi en til stóð með afdrifaríkum afleiðingum. Svo hljóðar söguþráðurinn í Sögunni af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni eftir mæðginin Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Smára Rúnar Róbertsson. Sagan átti sér langan aðdraganda en Sigrún Elsa skrifaði fyrsta uppkastið að henni í barnaskóla. "Sagan kom aftur í leitirnar þegar ég var taka til uppi á háalofti árið 2010," segir hún. "Ég las hana og sá ýmislegt skemmtilegt í henni, til dæmis ástir eldfjalla og fleira. Þetta sat í mér og ári síðar ákvað ég að reyna að tengja þessar hugmyndir saman og í heildstæða sögu. Vorið 2011 settist ég niður og byrjaði að skrifa." Sigrún Elsa segir það hafa legið nokkuð beint við að leita til Smára Rúnars sonar síns til að myndskreyta söguna, en hann var á leið í listnám til Amsterdam sama haust. "Hann vann því að teikningum fyrir bókina um sumarið." Samstarfið gekk vel að sögn Sigrúnar. "Við fórum yfir það í sameiningu hvernig anda við vildum hafa í bókinni, köstuðum á milli okkar hugmyndum og ræddum þær fram og til baka. Þetta hefur eflaust styrkt sambandið enn frekar á milli okkar ef eitthvað er." Söguefnið stendur þeim mæðginum nærri því bæði fæddust þau í Vestmannaeyjum; Sigrún var nýfædd þegar gaus í Heimaey og flúði yfir á meginlandið með foreldrum sínum á meðan það gekk yfir en eftir gos flutti fjölskyldan aftur til eyja. "Askan var manni stöðug áminning um gosið. Ég hef líka alltaf haft áhuga á óútskýrðum hlutum; ég ólst upp í gömlu húsi þar sem hlutir voru alltaf að hverfa og dúkka síðan upp á stöðum þar sem var búið að þaulleita. Við gengum út frá því að við værum með húsálfa heima! Það var því sjálfsagt engin tilviljun að ég ákvað að skrifa sögu um huldufólk á eldfjallaeyju." Auk þess að myndskreyta bókina braut Smári Rúnar hana um og til að myndirnar fái að njóta sín sem best eru sumar síðurnar með innbrotnum flipa fyrir textann. "Mér finnst þetta í aðra röndina vera listaverkabók," segir Sigrún Elsa. "Það er öðruvísi upplifun að lesa barnabók með svona myndum. Enda hugmyndin að gera skemmtilega bók sem fullorðnir og börn geta notið að lesa saman." Sigrún Elsa segir það koma vel til greina að skrifa fleiri bækur. "Við ætlum að sjá hvernig viðtökur þessi fær áður en við ákveðum nokkuð en ég er búinn að gera drög að annarri sögu. Þetta var að minnsta kosti það skemmtilegt að við erum til í meira." Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Mæðginin Sigrún Elsa Smáradóttir og Smári Rúnar Róbertsson gáfu út sína fyrstu bók á dögunum, barnabókina Söguna af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni. Sigrún Elsa samdi söguna en Smári Rúnar myndskreytti. Þegar mannfólk strandar skipi sínu við huldubyggð á eldfjallaeyju verður uppi fótur og fit. Huldufólkið hefur heyrt ýmislegt misjafnt um mannfólkið og leggur á ráðin um að stökkva þeim burt. Ráðabruggið fer þó öðruvísi en til stóð með afdrifaríkum afleiðingum. Svo hljóðar söguþráðurinn í Sögunni af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni eftir mæðginin Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Smára Rúnar Róbertsson. Sagan átti sér langan aðdraganda en Sigrún Elsa skrifaði fyrsta uppkastið að henni í barnaskóla. "Sagan kom aftur í leitirnar þegar ég var taka til uppi á háalofti árið 2010," segir hún. "Ég las hana og sá ýmislegt skemmtilegt í henni, til dæmis ástir eldfjalla og fleira. Þetta sat í mér og ári síðar ákvað ég að reyna að tengja þessar hugmyndir saman og í heildstæða sögu. Vorið 2011 settist ég niður og byrjaði að skrifa." Sigrún Elsa segir það hafa legið nokkuð beint við að leita til Smára Rúnars sonar síns til að myndskreyta söguna, en hann var á leið í listnám til Amsterdam sama haust. "Hann vann því að teikningum fyrir bókina um sumarið." Samstarfið gekk vel að sögn Sigrúnar. "Við fórum yfir það í sameiningu hvernig anda við vildum hafa í bókinni, köstuðum á milli okkar hugmyndum og ræddum þær fram og til baka. Þetta hefur eflaust styrkt sambandið enn frekar á milli okkar ef eitthvað er." Söguefnið stendur þeim mæðginum nærri því bæði fæddust þau í Vestmannaeyjum; Sigrún var nýfædd þegar gaus í Heimaey og flúði yfir á meginlandið með foreldrum sínum á meðan það gekk yfir en eftir gos flutti fjölskyldan aftur til eyja. "Askan var manni stöðug áminning um gosið. Ég hef líka alltaf haft áhuga á óútskýrðum hlutum; ég ólst upp í gömlu húsi þar sem hlutir voru alltaf að hverfa og dúkka síðan upp á stöðum þar sem var búið að þaulleita. Við gengum út frá því að við værum með húsálfa heima! Það var því sjálfsagt engin tilviljun að ég ákvað að skrifa sögu um huldufólk á eldfjallaeyju." Auk þess að myndskreyta bókina braut Smári Rúnar hana um og til að myndirnar fái að njóta sín sem best eru sumar síðurnar með innbrotnum flipa fyrir textann. "Mér finnst þetta í aðra röndina vera listaverkabók," segir Sigrún Elsa. "Það er öðruvísi upplifun að lesa barnabók með svona myndum. Enda hugmyndin að gera skemmtilega bók sem fullorðnir og börn geta notið að lesa saman." Sigrún Elsa segir það koma vel til greina að skrifa fleiri bækur. "Við ætlum að sjá hvernig viðtökur þessi fær áður en við ákveðum nokkuð en ég er búinn að gera drög að annarri sögu. Þetta var að minnsta kosti það skemmtilegt að við erum til í meira."
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp