Hljóðlaus manndráp 29. nóvember 2012 11:16 Killing Them Softly er þriðja kvikmynd Andrew Dominik. Brad Pitt leikur handrukkara sem fenginn er til að koma röð og reglu á undirheima. Kvikmyndin Killing Them Softly var frumsýnd í gær. Myndin er byggð á skáldsögu George V. Higgins og er þriðja kvikmynd ástralska leikstjórans Andrew Dominik. Killing Them Softly segir frá handrukkaranum Jackie Cogan, leiknum af Brad Pitt, sem er fenginn til að koma á reglu í glæpasamfélaginu eftir að tveir smákrimmar ræna spilakvöld sem skipulagt er af glæpamönnum. Myndin þykir minna um margt á Pulp Fiction og Lock, Stock and Two Smoking Barrels; samtölin eru löng og sóðaleg, umhverfið drungalegt og myndatakan listilega gerð. Leikaralistinn er langur og stjörnum prýddur og með helstu hlutverk fara áður nefndur Brad Pitt, Scoot McNairy, Ben Mendelsohn, Ray Liotta, Richard Jenkins, James Gandolfini, Vincent Curatola, Max Casella og Sam Shepard. Aðeins eitt kvenmannsnafn er á leikaralista Imdb.com og er það nafn Linöru Washington sem fær þann heiður að leika nafnlausa vændiskonu sem persóna Gandolfini heldur í hávegum. Dominik segir myndina vera ádeilu á fjármálahrunið í Bandaríkjunum og líkir fjármálamönnum Wall Street við ótínda glæpamenn sem byggja veldi sín á svikum og illa fengnu fé. Ekkert pláss er fyrir konur í þessum heimi, enda ræður "karlmennskan" ríkjum, þó hún risti grunnt þegar á reynir. Fyrsta kvikmynd Andrew Dominik var Chopper sem kom út árið 2000 og skartaði Eric Bana í hlut verki glæpamannsins Chopper. Myndin sló í gegn og þótti Bana framúrskarandi í hlutverki sínu. Næsta kvikmynd Dominik var vestrinn The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford sem kom út árið 2007. Brad Pitt fór með hlutverk útlagans Jesse James og lék Casey Affleck banamann hans, Robert Ford. Pitt var mikill aðdáandi Chopper og hafði sjálfur samband við Dominik þegar hann fékk veður af The Assassination of Jesse James og óskaði eftir hlutverki. Með mann eins og Pitt í aðalhlutverki reyndist Dominik auðvelt að fá Warner Bros. til að fjármagna myndina. Killing Them Softly fær nánast fullt hús stiga á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur halda vart vatni og gefa henni 90 prósent en áhorfendur gefa myndinni 98 prósent. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Killing Them Softly er þriðja kvikmynd Andrew Dominik. Brad Pitt leikur handrukkara sem fenginn er til að koma röð og reglu á undirheima. Kvikmyndin Killing Them Softly var frumsýnd í gær. Myndin er byggð á skáldsögu George V. Higgins og er þriðja kvikmynd ástralska leikstjórans Andrew Dominik. Killing Them Softly segir frá handrukkaranum Jackie Cogan, leiknum af Brad Pitt, sem er fenginn til að koma á reglu í glæpasamfélaginu eftir að tveir smákrimmar ræna spilakvöld sem skipulagt er af glæpamönnum. Myndin þykir minna um margt á Pulp Fiction og Lock, Stock and Two Smoking Barrels; samtölin eru löng og sóðaleg, umhverfið drungalegt og myndatakan listilega gerð. Leikaralistinn er langur og stjörnum prýddur og með helstu hlutverk fara áður nefndur Brad Pitt, Scoot McNairy, Ben Mendelsohn, Ray Liotta, Richard Jenkins, James Gandolfini, Vincent Curatola, Max Casella og Sam Shepard. Aðeins eitt kvenmannsnafn er á leikaralista Imdb.com og er það nafn Linöru Washington sem fær þann heiður að leika nafnlausa vændiskonu sem persóna Gandolfini heldur í hávegum. Dominik segir myndina vera ádeilu á fjármálahrunið í Bandaríkjunum og líkir fjármálamönnum Wall Street við ótínda glæpamenn sem byggja veldi sín á svikum og illa fengnu fé. Ekkert pláss er fyrir konur í þessum heimi, enda ræður "karlmennskan" ríkjum, þó hún risti grunnt þegar á reynir. Fyrsta kvikmynd Andrew Dominik var Chopper sem kom út árið 2000 og skartaði Eric Bana í hlut verki glæpamannsins Chopper. Myndin sló í gegn og þótti Bana framúrskarandi í hlutverki sínu. Næsta kvikmynd Dominik var vestrinn The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford sem kom út árið 2007. Brad Pitt fór með hlutverk útlagans Jesse James og lék Casey Affleck banamann hans, Robert Ford. Pitt var mikill aðdáandi Chopper og hafði sjálfur samband við Dominik þegar hann fékk veður af The Assassination of Jesse James og óskaði eftir hlutverki. Með mann eins og Pitt í aðalhlutverki reyndist Dominik auðvelt að fá Warner Bros. til að fjármagna myndina. Killing Them Softly fær nánast fullt hús stiga á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur halda vart vatni og gefa henni 90 prósent en áhorfendur gefa myndinni 98 prósent.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp