McIlroy tekjuhæstur á Evrópumótaröðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2012 15:06 McIlroy á mótinu í Singapúr. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy tryggði sér í gær efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni í ár en hann gerði slíkt hið sama á bandarísku PGA-mótaröðinni fyrr í haust. Luke Donald vann þetta sama afrek á síðasta ári en McIlroy er þar að auki í efsta sæti heimslistans í golfi. McIlroy er yngsti kylfingurinn síðan 1980 sem nær efsta sæti peningalistans í Evrópu. Hann hafnaði í þriðja sæti á opna meistaramótinu í Singapúr sem lauk í nótt. Hann spilaði lokahringinn á 65 höggum og komst upp í þriðja sætið með erni á átjánda holu. Matteo Manessero, nítján ára Ítali, bar sigur úr býtum á mótinu eftir umspil gegn Louis Oosthuizen. Hefði Oosthuizen unnið mótið hefði hann tekið efsta sæti peningalistans af McIlroy. Þetta er þriðji sigur Manessaro á mótaröðinni og er hann yngsti kylfingurinn sem afrekar það fyrir tvítugt. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy tryggði sér í gær efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni í ár en hann gerði slíkt hið sama á bandarísku PGA-mótaröðinni fyrr í haust. Luke Donald vann þetta sama afrek á síðasta ári en McIlroy er þar að auki í efsta sæti heimslistans í golfi. McIlroy er yngsti kylfingurinn síðan 1980 sem nær efsta sæti peningalistans í Evrópu. Hann hafnaði í þriðja sæti á opna meistaramótinu í Singapúr sem lauk í nótt. Hann spilaði lokahringinn á 65 höggum og komst upp í þriðja sætið með erni á átjánda holu. Matteo Manessero, nítján ára Ítali, bar sigur úr býtum á mótinu eftir umspil gegn Louis Oosthuizen. Hefði Oosthuizen unnið mótið hefði hann tekið efsta sæti peningalistans af McIlroy. Þetta er þriðji sigur Manessaro á mótaröðinni og er hann yngsti kylfingurinn sem afrekar það fyrir tvítugt.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira