List þýðandans að vera ósýnilegur 13. nóvember 2012 10:22 Arnar Matthíasson les úr þýðingu sinni nútíminn er trunta á súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira