Viðskipti erlent

Staða Grikklands verri en búist var við

Efnahagsstaða Grikklands hefur reynst enn verri en búist var við og var staðan þó ekki beysin fyrir.

Financial Times segir að í ljós hafi komið á fundum fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins með grískum ráðamönnum í vikunni að fjárlagahalli landsins verði 5,2% á næsta ári en áður var búist við 4,2% halla.

Þegar kemur að opinberum skuldum er staðan enn verri. Á næsta ári munu skuldirnar nema 189% af landsframleiðslunni og árið 2014 fara þær í 192%.

Gríska þingið gengur til kosninga um niðurskurð og skattahækkanir í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×